Bæjarráð

2658. fundur 30. júlí 1998

Bæjarráð 30. júlí 1998.


2703. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 30. júlí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og yfirverkfræðingi.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 27. júlí 1998.
BR980777
Fundargerðin er í 7 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

2. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 23. júlí 1998.
BR980778
Fundargerðin er í 6 liðum.
Bæjarráð samþykkir 1. lið. Fjárveitingin verði tekin upp við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir skýrslu umhverfisdeildar um stöðu mála á opnum svæðum bæjarins.
Að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

3. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 23. júlí 1998.
BR980779
Fundargerðin er í 9 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

4. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Rekstrarleyfi vínbúðar.
BR980715
Lagðar fram umsagnir skipulagsnefndar og bygginganefndar vegna umsóknar ÁTVR um rekstur vínbúðar að Hólabraut 16, Akureyri. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar (SN980020) og bygginganefndar. Nefndirnar gera ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins enda er starfsemin í samræmi við deiliskipulag Miðbæjar.
Bæjarráð samþykkir erindi ÁTVR..

5. Skólaþjónusta Eyþings.
BR980771
Lagðar fram tillögur og greinargerð starfshóps um endurskoðun á stofnsamningi Skólaþjónustu Eyþings frá 18. maí 1998 og skýrsla Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri "Könnun á faglegu starfi Skólaþjónustu Eyþings" (maí 1998), sem unnin var fyrir starfshóp Eyþings.

6. Brunabótafélag Íslands. Styrktarsjóður EBÍ.
BR980767
Með bréfi dags. 10. júlí 1998 kynnir Brunabótafélag Íslands reglur fyrir Styrktarsjóð EBÍ, sem samþykktar voru á stjórnarfundi félagsins 9. maí 1996. Tilgangur með stofnun sjóðsins er að gefa þeim sveitarfélögum innan fulltrúaráðs EBÍ, sem þess óska, kost á að sækja um fjárstuðning til tiltekinna verkefna í þágu sveitarfélaganna.
Bæjarstjóra falið að ítreka fyrri umsókn frá árinu 1996 til sjóðsins, v/grunnskóla Akureyrarbæjar.

7. Hálandaleikar á Akureyri.
BR980540
Með bréfi dags. 22. júlí 1998 óskar Félag íslenskra aflraunamanna, að erindi sent Akureyrarbæ í maí, með ósk um styrk kr. 150.000 vegna Hálandaleika á Akureyri, verði tekið upp í bæjarráði.
Bæjarráð hafnar erindinu.

8. Eyþing. Fundargerðir stjórnar dags. 20. maí og 3. júlí 1998.
BR980670
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings dags. 20. maí 1998
(90. fundur) og 3. júlí 1998 (91. fundur).


9. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 1. júlí 1998.
BR980775
Lögð fram til kynningar fundargerð frá vorfundi héraðsnefndar Eyjafjarðar dags. 1. júlí 1998 ásamt skýrslu oddvita héraðsnefndar og rekstraráætlun 1998.

10. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 18. júní 1998.
BR980776
Lögð fram til kynningar fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 18. júní 1998.

11. Arkitektastofan FORM ehf.
BR980761
Með bréfi dags. 24. júlí 1998 gerir Bjarni Reykjalín f.h. Arkitektastofunnar Form ehf. athugasemd vegna fréttar í Degi 24. júlí s.l. og varðar fyrirhugaða hönnun á viðbyggingu við Lundarskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar.

12. Brynjólfur Brynjólfsson. Athugasemd við byggingaleyfi.
BR980468
Með bréfi dags. 7. maí s.l. gerir Brynjólfur Brynjólfsson, Þórunnarstræti 108, Akureyri athugasemd við fyrirhugaða byggingu húss sunnan Búnaðarbanka.
Bæjarstjóra falið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

13. Endurskoðun á ráðgjafarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar.
BR980550
Yfirtaka verkefna skólaþjónustu Eyþings.
Lögð var fram skýrsla "Forathugun vegna yfirtöku verkefna Skólaþjónustu Eyþings og hugmyndir að endurskipulagningu stjórnkerfis Akureyrarbæjar á sviðum fræðslu- og félagsmála" sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri í júlí 1998 í samræmi við samkomulag RHA og bæjarstjórans á Akureyri dags. 20.07. 1998.
Fulltrúar Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri Trausti Þorsteinsson og Benedikt Sigurðarson, félagsmálaráð og skólanefnd komu til fundar við bæjarráð.
Fulltrúar RHA fóru yfir og skýrðu skýrsluna og urðu miklar umræður og skoðanaskipti í framhaldi af því.


Fundi slitið kl. 10.56.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-