Bæjarráð

2659. fundur 29. nóvember 1998

Bæjarráð 29. október 1998.


2716. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 29. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 26. október 1998.
BR981104
Fundargerðin er í 9 liðum.
1. liður: Lögð var fram skýrsla VSÓ um rekstrarfyrirkomulag þvottahúsa.
Bæjarráð samþykkir tillögur framkvæmdanefndar enda rúmist þær innan fjárhagsáætlunar.
2. liður: Bæjarráð tilnefnir Dan Brynjarsson í verkefnislið v/skautahúss á Akureyri.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

2. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 20. október 1998.
BR981109
Fundargerðin er í 6 liðum.
2. liður: Bæjarráð óskaði eftir áliti íþrótta- og tómstundaráðs á greinargerð fræðslu-málastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa um framtíðarskipan
hátíðarhalda 17. júní.
Íþróttaráð leggur til að leið 1 í niðurstöðum greinargerðarinnar verði farin við framkvæmd hátíðarhaldanna. Einnig leggur ÍTA til að unnar verði viðmiðunarreglur
vegna hátíðarhaldanna sem félögin geta stuðst við. Ráðið telur eðlilegt að fulltrúi frá ÍTA verði eftirlitsaðili með undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna
hverju sinni.

3. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 21. október 1998.
BR981103
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.

4. Eyþing. Fundargerðir stjórnar dags. 3. og 28. september 1998, ásamt fundargerð aðalfundar dags. 3. september 1998.
BR981094
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

5. Umsóknir um lækkun úrsvars.
BR981106
Bréf framkvæmdastjóra þjónustusviðs Sigríðar Stefánsdóttur dags. 26. október s.l. varðandi umsóknir einstaklinga um lækkun útsvarsálagningar.
Í lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga er sveitarstjórn heimilað að taka til greina umsókn skattþegns um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars
þegar aðstæður hans gefa tilefni til og er um viðmiðanir og forsendur vísað til lækkunarheimildar í 66. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt. Lækkun
eða niðurfelling sveitarstjórnar yrði þá til viðbótar þeirri lækkun sem skattstjóri skal ákveða á tekju- og útsvarsstofni þegar umrætt ákvæði skattalaganna á við.
Um fjárhagsaðstoð á vegum Akureyrarbæjar gilda ítarlegar reglur frá 2. apríl 1996 með breytingum frá 19. maí 1998, sem settar eru á grundvelli VI. kafla laga
nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki framangreinda heimild laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Mál íbúa skulu fá úrlausn í samræmi við reglur um
fjárhagsaðstoð á vegum Akureyrarbæjar.

6. Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa. Aðlögunarnefnd.
BR981087
Með bréfi frá Heilsugæslustöðinni dags. 15. október s.l. fylgir samkomulag aðlögunarnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar.

7. Eyþing. Tillaga Akureyrarbæjar varðandi skólaþjónustu Eyþings.
BR981093
Með bréfi dags. 14. október 1998 frá Eyþingi fylgir tillaga Akureyrarbæjar varðandi skólaþjónustu Eyþings ásamt greinargerð sem flutt var með tillögunni á aðalfundi Eyþings 3. og 4. september s.l. Einnig fylgir tillagan í þeirri mynd sem hún var samþykkt á aðalfundinum.

8. Tilboð trygginga 1998.
BR981098
Lögð fram fundargerð dags. 23. október 1998 þar sem greint er frá opnun tilboða í vátryggingar fyrir Akureyrarbæ, stofnanir hans og fyrirtæki ásamt samanburðarblaði bæjarlögmanns og fjármálastjóra yfir sundurliðuð tilboð bjóðenda.
Tilboðin voru opnuð í þessari röð:
1.
Tilboð Sjóvá Almennra trygginga hf.
kr.
13.439.190,00
2. Tilboð Vátryggingafélags Íslands hf.
"
14.107.801,00
3. Frávikstilboð Vátryggingafélags Íslands h.f.
"
15.117.554,00
4. Tilboð Varðar Vátryggingafélags h.f.
"
23.071.987,00
5. Tilboð Tryggingamiðstöðvarinnar h.f.
"
14.171.117,00
6. Tilboð Tryggingar h.f.
"
15.548.500,00

Á
    fundi bæjarráðs var lögð fram sundurliðun frá fjármálastjóra á greiddum tryggingum á árinu 1998 og bréf VÍS dags. 27. október 1998 með ábendingum í tengslum við samanburð skilmála.
    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Sjóvá Almennar tryggingar h.f. á grundvelli tilboðs þess.
    Bæjarlögmaður og fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

    9. Verkmenntaskólinn á Akureyri. Ráðstefna um stöðu og framtíð skólans.
    BR981099
    Með bréfi dags. 22. október 1998 frá Verkmenntaskólanum á Akureyri er greint frá ráðstefnu sem halda á fimmtudaginn 5. nóvember n.k. um stöðu og framtíð Verkmenntaskólans á Akureyri. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar er að skoða þau markmið sem legið hafa til grundvallar starfi skólans og hvort ástæða sé til að breyta þeim. Ráðstefnan er eitt af fyrstu skrefunum sem stigin eru í því að meta starf skólans í samræmi við nýleg lög um framhaldsskóla. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. nóvember n.k.

    10. Kristnitökunefnd og Kirkjulistavika.
    BR980985
    Erindi dags. 22. október 1998 frá Kristnitökunefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis með beiðni um stuðning Akureyrarbæjar við kristnitökuhátíðina í Eyjafjarðarprófastsdæmi.
    Einnig lögð fram greinargerð fyrir væntanlegum hátíðarhöldum og drög að fjárhagsáætlun.
    Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar
    11. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Framhald framkvæmda í nýrri legudeildarálmu FSA.
    BR981100
    Lagt fram erindi frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri dags. 21. október 1998 ásamt minnisblaði dags. 21. október s.l. varðandi framhald framkvæmda í nýrri legudeildar-álmu FSA.
    Stjórn sjúkrahússins samþykkti á fundi sínum að taka upp viðræður við bygginganefnd FSA og Akureyrarbæ um framhald framkvæmda á grundvelli framlagðs minnisblaðs og í framhaldi af því við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Fjármálaráðuneyti.
    Í samræmi við framanritað er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða við forsvarsmenn FSA.

    12. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.
    BR981101
    Með bréfi dags. 23. október 1998 er tilkynnt að Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, LSS, hafi tekið til starfa. Einnig fylgja upplýsingar um stofnaðild að lífeyrissjóðnum o.fl
    Lagt fram til kynningar.
     13. Alþingi, efnahags- og viðskiptanefnd.
     BR981102
     Með bréfi dags. 23. október 1998 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eru Akureyrarbæ send til umsagnar frumvörp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, 6. mál (húsaleigubætur) og 7. mál, húsaleigubætur (breyting ýmissa laga). Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 20. nóvember 1998.
     Það er álit bæjarráðs að það sé grundvallaratriði að húsaleigubætur verði ekki skattlagðar.

     14. Leikfélag Akureyrar. Umsókn um aukafjárveitingu.
     BR980743
     Á fundi bæjarráðs 22. október s.l. var bæjarstjóra falið að gera tillögu til bæjarráðs að lausn á brýnasta fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar. Eftir yfirferð með endur-skoðanda bæjarins um fjárhagsstöðu L.A. er eftirfarandi lagt til:
     Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Akureyrar að Leikfélagi Akureyrar verði veitt allt að 18 milljón króna fyrirgreiðsla á þessu ári til þess að tryggja starfsemi þess. Fyrirgreiðslu verði mætt með lántökum.
     Útgreiðslur verði bundnar ákveðnum skilyrðum sem miði að því að tryggja framtíðarrekstur félagsins og er bæjarstjóra falið að koma þeim á framfæri við stjórnendur félagsins.
     Jafnframt er bæjarstjóra falið að hefja viðræður við Menntamálaráðuneytið um fjárhagslegan stuðning ríkis og bæjar við starf Leikfélags Akureyrar.
     Jakob Björnsson óskar bókað að hann sat hjá við ákvörðun um lántöku v/fyrirgreiðslu.
     Oddur H. Halldórsson óskar bókað:
      "L-listinn er þeirrar skoðunar að rekstur atvinnuleikhúss sé ein af skrautfjöðrum bæjarfélagsins. Við erum sammála því að leikfélagið þurfi og eigi að fá góðan stuðning bæjarfélagsins.
      Okkur sýnist að ýmis misbrestur hafi orðið á rekstri undanfarin ár. Við teljum að byrja þurfi á að tryggja framtíðina, með því að fara ofan í rekstur og framtíðaráætlanir félagsins.
      Við erum tilbúin að beita okkur fyrir auknum fjárveitingum, þegar búið er að sýna fram á hvernig reksturinn verði tryggður. Við getum ekki stutt á þessari stundu stórar aukafjárveitingar til L.A.
      Ég er fylgjandi lokamálsgrein tillögunnar um að bæjarstjóri taki upp viðræður við Menntamálaráðuneytið."

     15. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 26. október 1998.
     BR981110
     Fundargerðin er í 3 liðum.
     1. lið vísar bæjarráð til félagsmálaráðs.
     3. lið vísar bæjarráð til kjaranefndar.

     16. Afskrift krafna.
     BR981111
     Með bréfi frá fjármálastjóra Dan Brynjarssyni dags. 27. október 1998 er lagt til að bæjarráð staðfesti afskrift á 11 kröfum vegna leikskólagjalda og gjalda vegna skólavistunar, samtals að upphæð pr. 22.10. 1998 kr. 453.498.
     Kröfurnar teljast óinnheimtanlegar.
     Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.

     17. Málefni Foldu.
     BR981108
     Gerð var grein fyrir viðræðum bæjarstjóra og formanns bæjarráðs við svæðisstjóra Landsbanka Íslands á Akureyri um fjárhagslega stöðu Foldu.

     18. Heimsókn þingmanna kjördæmisins.
     BR981113
     Á fund bæjarráðs komu til viðræðna allir þingmenn kjördæmisins og að fundi loknum var þeim boðið til hádegisverðar.

    Fundi slitið kl. 11.55.
    Ásgeir Magnússon
    Sigurður J. Sigurðsson
    Jakob Björnsson
    Vilborg Gunnarsdóttir
    Oddur H. Halldórsson
    Kristján Þór Júlíusson

    Heiða Karlsdóttir
    -fundarritari-