Bæjarráð

2660. fundur 29. janúar 1998

Bæjarráð 29. janúar 1998.


2679. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 29. janúar kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 26. janúar, 1. og 2. liður.
BR980087
1. liður: Bæjarráð samþykkir liðinn.
2. liður: Félagsmálastjóri kynnti tillögur um flutning verkefna, sem atvinnudeild hefir haft með höndum, til ráðgjafardeildar, þegar atvinnudeild verður lögð niður.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.

2. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 26. janúar.
BR980089
Í fundargerðinni er greint frá 4 viðtölum.
Vegna 2. og 3. liðar skal tekið fram að fræðslumálastjóri og deildarstjóri leikskóla-deildar eru að vinna að frekari skoðun á gjaldskrám leikskóla og skólavistunar og munu leggja niðurstöður sínar fyrir bæjarráð innan skamms.

3. Fasteignaskattur. Lækkun til örorkulífeyrisþega á árinu 1998.
BR980092
Með tilvísun til bókunar bæjarráðs 27. nóvember 1997 um lækkun fasteignaskatts til örorkulífeyrisþega samþykkir meiri hluti bæjarráðs viðauka við regluna, sem í heild verður þá þannig:
Fasteignaskattur af eigin íbúðum örorkulífeyrisþega (75% örorka) skal á árinu 1998 lækka um kr. 16.000 hjá:
a) Einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.000.000
b) Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að - 1.350.000
Fari tekjur örorkulífeyrisþega allt að kr. 16.000 fram yfir ofangreind tekjumörk skerðist lækkunarupphæðin um þá krónutölu, sem er fram yfir tekjumörkin.
Bæjarráðsmaður Sigurður J. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu viðaukatillögunnar.

4. Háskólinn á Akureyri. Fundargerð viðræðunefndar um fjármögnun rannsóknarhúss dags. 19. janúar.
BR980077
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Eyþing. Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 16. janúar.
BR980083
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fjárhagsáætlun 1998. Fundargerðir héraðsráðs o.fl.
BR980056
Lagt var fram bréf dags. 19. janúar frá héraðsnefnd Eyjafjarðar.
Bréfinu fylgja til kynningar:
Fjárhagsáætlun héraðsnefndar fyrir árið 1998.
Fundargerðir héraðsráðs dags. 10. september, 8. október og 12. nóvember 1997.
Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar dags. 14. október.
Fundargerð almannavarnanefndar Eyjafjarðar dags. 29. september.
Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins á Akureyri 1996.

7. Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipun úrskurðarnefndar um grunnskólakostnað.
BR980082
Með bréfi dags. 22. janúar er kynnt samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipun nefndar, "er úrskurði um ágreining, sem upp kann að koma milli einstakra sveitarfélaga vegna greiðslu grunnskólakostnaðar nemenda, sem vistaðir eru utan lögheimilissveitarfélags".

8. Gjaldskrárhækkanir. Verkalýðsfélagið Eining.
BR980045
Lagt var fram bréf dags. 13. janúar frá Verkalýðsfélaginu Einingu, þar sem spurst er fyrir um nauðsyn þeirra gjaldskrárhækkana Akureyrarbæjar, sem nýlega hafa verið samþykktar af bæjarstjórn.
Bæjarstjóri kynnti svarbréf til bréfritara.

9. Leikskóli Guðnýjar Önnu ehf. Ítrekun á umsókn um stofnstyrk.
BR980003
Með bréfi dags. 5. janúar frá Leikskóla Guðnýjar Önnu ehf. er ítrekuð umsókn um stofnstyrk til stækkunar Leikskólans Ársólar, sbr. bréf dags. 7. júlí 1997 og bókun bæjarráðs 2. október.
Bæjarráð samþykkir viðbótarstofnstyrk til leikskólans í samræmi við gildandi reglur um stofnstyrki til einkarekinna leikskóla á Akureyri. Útborgun styrksins fer fram er tilskyldum breytingum á húsnæðinu er lokið og úttekt þess hefir farið fram.
Skilyrði fyrir styrknum er að baktrygging vegna hans verði sambærileg þeirri tryggingu, sem í gildi er vegna áður veitts styrks.
Samningur um styrkinn og tryggingar skal lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

10. Styrkur til framboðsflokka.
BR980064
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu frá bæjarstjóra:
"Bæjarráð leggur til að varið verði úr Bæjarsjóði kr. 600.000 til stuðnings við framboð til bæjarstjórnarkosninga 1998. Upphæðinni skal skipta jafnt milli þeirra,
sem skila gildum framboðslistum til kjörstjórnar og skal heimilt að greiða forsvarsmönnum listanna sinn hluta upphæðarinnar, þegar kjörstjórn hefur úrskurðað
framboðslista gilda.
Með greiðslu á framangreindu framlagi fylgir að Akureyrarbær og stofnanir hans munu ekki greiða sérstaklega fyrir auglýsingar frá bænum, sem kunna að
birtast í blöðum útgefnum af stuðningsmönnum framboðslistanna."

11. Hríseyjarhreppur. Sameiningarmál.
BR980081
Lagt var fram bréf dags. 22. janúar frá oddvita Hríseyjarhrepps. Í bréfinu er borin fram sú ósk hreppsnefndar Hríseyjarhrepps að fá að vita af og taka þátt í
hverskonar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga við innanverðan Eyjafjörð, þegar og ef áhugi reynist fyrir slíkum viðræðum.

12. Ferðafélag Akureyrar. Styrkumsókn.
BR980080
Með bréfi dags. 24. janúar frá stjórn Ferðafélags Akureyrar er leitað eftir fjárstyrk frá Akureyrarbæ til kaupa og endurbóta á húsnæði fyrir skrifstofu og aðra aðstöðu félagsins að Strandgötu 23.
Bæjarráð samþykkir að veita Ferðafélaginu styrk samtals að upphæð kr. 2.500.000, sem greiðist með tveimur jöfnum greiðslum á árunum 1998 og 1999.

13. Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri. Minnispunktar frá fundi 22. janúar.
BR980090
Lagðir voru fram minnispunktar frá fundi, sem fræðslumálastjóri og deildarstjóri leikskóladeildar áttu með stjórn Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri hinn
22. janúar s.l. Til umfjöllunar á fundinum voru leikskólagjöld, húsaleigubætur og vinnumiðlun fyrir stúdenta.

14. Hafnarstræti 94. Lóðarhluti boðinn til kaups.
BR970212
Tekið var að nýju fyrir erindi dags. 19. nóvember s.l. frá Flosa Jónssyni gullsmið, þar sem hann býður Akureyrarbæ til kaups hluta sinn í eignarlóðinni að Hafnarstræti 94, en síðan verði gerður við hann leigusamningur um lóðina, sbr. bókun bæjarráðs
4. desember.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til samninga við bréfritara um kaup Akureyrarbæjar á lóðarhlutanum.

15. Hafnarstræti 96. Lóð boðin til kaups.
BR980075
Með bréfi dags. 15. desember óskar Sigmundur Rafn Einarsson eigandi að einkahlutafélaginu Gersemi Þröstur, kt. 520556-0289, eftir viðræðum um hugsanleg kaup Akureyrarbæjar á eignarlóð félagsins að Hafnarstræti 96.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til samninga við bréfritara um kaup Akureyrarbæjar á lóðinni.

16. Fyrirspurn um dvalarkostnað á dvalarheimilum Akureyrarbæjar.
BR980097
Bæjarráðsmaður Heimir Ingimarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Að gefnu tilefni óskar undirritaður eftir upplýsingum um dvalarkostnað á dvalarheimilum Akureyrarbæjar, þróun hans undanfarna 24 mánuði, skiptingu greiðslna
milli vistmanna annarsvegar og Almannatrygginga hinsvegar og samanburði við hliðstæðar stofnanir í öðrum sveitarfélögum."
Akureyri, 29. janúar 1998,
Heimir Ingimarsson (sign.)
Bæjarráð felur félagsmálastjóra og deildarstjóra búsetudeildar að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir bæjarráð.

17. Tillaga um gjaldfrest á fasteignagjöldum til 70 ára og eldri.
BR980098
Bæjarráðsmaður Sigurður J. Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð samþykkir að fela hagsýslustjóra að meta áhrif þess á fjárhag Bæjarsjóðs, ef eigendur íbúðarhúsnæðis, sem eru orðnir 70 ára, fengju gjaldfrest á greiðslum fasteignagjalda með sambærilegum hætti og rætt er um í Reykjavík. Miða skal við húsnæði í eigu þessara aðila, sem þeir nýta til eigin búsetu. Mál þetta verði skoðað út frá fasteignaskatti sérstaklega og fasteignagjöldum hinsvegar. Niðurstöður hagsýslustjóra verði lagðar fyrir bæjarráð."
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

18. Umsögn um leyfisveitingar. Heimild til afgreiðslu veitt bæjarritara.
BR980099
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarritara fullt umboð til að afgreiða erindi frá sýslumanni, þar sem leitað er umsagnar um almenn leyfi til veitingareksturs, hótelreksturs og reksturs annarrar gistiþjónustu, enda séu uppfylltar kröfur heilbrigðiseftirlits, byggingaeftirlits og eldvarnaeftirlits um húsakynni og búnað.

19. Heimsókn fulltrúa frá bæjarstjórn Siglufjarðar.
BR980091
Á fund bæjarráðs komu fulltrúar frá bæjarstjórn Siglufjarðar: Kristján Möller forseti bæjarstjórnar, Ólafur H. Marteinsson formaður bæjarráðs, Skarphéðinn Guðmundsson bæjarráðsmaður og Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri.
Umræðuefnið var vegalagning milli Siglufjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins með jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Lögðu komumenn mikla áherslu á slíka framtíðartengingu við Eyjafjarðarsvæðið og lögðu fram eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var í bæjarstjórn Siglufjarðar 15. janúar s.l.:
"Um leið og bæjarstjórn Siglufjarðar fagnar því heilshugar að lögð sé fram á Alþingi metnaðarfull langtímavegaáætlun til ársins 2010 áréttar hún þá skoðun bæjaryfirvalda á Siglufirði að jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar séu eini raunhæfi kosturinn af þeim sem nefndir hafa verið varðandi framtíðarvegtengingu milli Siglufjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins. Hvetur bæjarstjórn til þess að kostnaðarathugunum, rannsóknum og hönnun slíkrar vegtengingar sé hraðað eins og kostur er. Telur bæjarstjórn með öllu óviðunandi að í langtímavegáætlun sé vegur yfir Lágheiði fastsettur sem framtíðarvegtenging en öðrum möguleikum ekki haldið opnum þrátt fyrir að þeir hafi verið og séu í ítarlegri skoðun af hálfu Vegagerðar ríkisins og fleiri aðila. Skorar bæjarstjórn á samgönguráðherra, samgöngunefnd Alþingis og þingmenn Norðurlands að beita sér fyrir því að orðalag vegaáætlunarinnar verði með þeim hætti að haldið sé opnum þeim valkostum sem uppi eru hvað framtíðarvegtengingu milli þessara svæða varðar. Mælir bæjarstjórn eindregið með því að orðalag eins og "Vegtenging milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar" sé notað í vegaáætluninni í stað þess að tilgreindur sé einn ákveðinn valkostur umfram aðra."
Bæjarráð Akureyrar tekur einum rómi undir ályktun bæjarstjórnar Siglufjarðar og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess fyrir byggðaþróun við Eyjafjörð að Siglufjörður tengist Eyjafjarðarbyggðum og raunhæfasti kostur slíkrar tengingar sé vegagerð með jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Fundi slitið kl. 12.25.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Heimir Ingimarsson
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -