Bæjarráð

2661. fundur 28. maí 1998

Bæjarráð 28. maí 1998.


2695. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 28. maí kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, félagsmálastjóra, fræðslumálastjóra og yfirverkfræðingi.

Þetta gerðist:

1. Leikskólanefnd. Fundargerð dags. 14. maí, 1. liður.
BR980541 og BR980542
Bæjarráð felur leikskóladeild að vinna áfram að málinu. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar síðar á árinu.

2. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 25. maí.
BR980549
Í fundargerðinni er greint frá tveimur viðtölum.

3. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 18. maí.
BR980528
Í fundargerðinni er veitt umsögn um endurnýjun vínveitingaleyfa til
a) Jóns Ragnarssonar, kt. 290639-3489, vegna Hótel Norðurlands (BR980360)
b) Héðins Beck, kt. 160746-6029, vegna Veitingahússins Fiðlarans (BR980366)
c) Jónasar Hvannbergs, kt. 021253-3839, vegna Hótel Eddu (BR980367)
Nefndin leggst ekki gegn endurnýjun leyfanna og er bæjarráð samþykkt afstöðu nefndarinnar.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

4. Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Fundargerð stjórnar dags. 10. maí.
BR980503 og BR980526
Fundargerðinni fylgir fjárhagsáætlun Vetraríþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 1999 ásamt greinargerð.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs fyrir árið 1999.

5. Landsvirkjun. Fundargerð samráðsfundar 30. apríl 1998.
BR980504
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Húsnæðisstofnun ríkisins. Framkvæmdalán úr Byggingarsjóði verkamanna.
BR980519
Með bréfi dags. 13. maí frá Húsnæðismálastjórn er tilkynnt um lánveitingu til Akureyrarbæjar úr Byggingarsjóði verkamanna til byggingar/kaupa á félagslegu íbúðarhúsnæði. Samtals er veitt framkvæmdalán til 20 íbúða á Akureyri: 12 félagslegra eignaríbúða, 2 félagslegra leiguíbúða og 6 félagslegra kaupleiguíbúða.

7. Brunabótafélag Íslands. Ágóðahlutagreiðsla 1998.
BR980539
Með bréfi dags. í maí 1998 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands er greint frá samþykkt stjórnar félagsins um greiðslu á ágóðahluta til brunavarna í sveitar-félögum. Í hlut Akureyrarbæjar komu kr. 11.920.700. Upphæðin verður tekin inn við endurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs síðar í sumar og verður varið til kaupa á nýrri slökkvibifreið.

8. Skólaþjónusta Eyþings. Skýrsla 1996-1998.
BR980518
Lögð var fram til kynningar Skýrsla um starfsemi Skólaþjónustu Eyþings 1996-1998.

9. Álasund. Dagskrá vinabæjamóts 12.- 15. júní.
BR980486
Með bréfi dags. 6. maí frá forseta bæjarstjórnar í Álasundi er kynnt dagskrá vinabæja-mótsins (kontaktmannamótsins), sem þar á að halda 12.- 15. júní n.k. og tengist 150 ára afmælishátíð bæjarins.

10. Fiskeldi Eyjafjarðar h.f. Aðalfundarboð.
BR980531
Lögð var fram tilkynnig um aðalfund Fiskeldis Eyjafjarðar h.f., sem halda á að Foss Hótel KEA fimmtudaginn 28. maí kl. 15.00.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

11. Hjálparsveit skáta. Styrkumsókn til kaupa á snjóbíl.
BR980368
Tekið var að nýju fyrir erindi dags. 30. mars frá Hjálparsveit skáta, þar sem leitað er fjárstuðnings frá Akureyrarbæ til kaupa á snjóbíl til björgunarstarfa, sbr. bókun bæjarráðs 16. apríl.
Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs síðar á árinu.

12. Lánasjóður sveitarfélaga. Lánsúthlutun.
Með bréfi dags. 11. maí frá Lánasjóði sveitarfélaga er greint frá því að stjórn sjóðsins hafi samþykkt að veita Akureyrarbæ lán að fjárhæð kr. 60 milljónir á árinu 1998.

13. Endurskoðun á ráðgjafarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar.
Greinargerð og tillögur starfshóps.
BR980550
Lögð var fram greinargerð og tillögur starfshóps, sem bæjarráð skipaði 16. apríl s.l. til þess að vinna að endurskoðun og nánari samræmingu á allri ráðgjafarþjónustu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslu frestað.

14. Þjónusta við fatlaða 1997. Skýrsla.
BR980551
Lögð var fram til kynningar skýrsla um þjónustu við fatlaða á Akureyri á árinu 1997 þ. e. um framkvæmd þjónustusamnings Akureyrarbæjar og Félagsmálaráðuneytisins.

15. Sjúkraflutningar. Samningsdrög.
BR980552
Lagt var fram minnisblað frá verkefnisstjóra reynslusveitarfélags, slökkviliðstjóra og varaslökkviliðsstjóra um endurnýjun samnings við Heilbrigðisráðuneytið um sjúkraflutninga ásamt samningsdrögum, sem borist hafa frá ráðuneytinu.
Bæjarráð felur framangreindum starfsmönnum að vinna áfram að samninga-gerðinni.

16. Ályktun frá F.Í.Æ.T. um forvarnir.
BR980554
Lögð var fram ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, sem haldinn var á Hornafirði 16. maí s.l.
Í ályktuninni er þeirri áskorun beint til foreldra og forráðamanna unglinga, að þeir reyni að auka samskipti við börn sín, þar sem auknar samvistir unglinga og foreldra þeirra sé án efa besta vörnin gegn neyslu vímuefna. Einnig eru foreldrar hvattir til að styðja börn sín til heilbrigðrar iðju í sínum frítíma og vinna gegn óskipulegum útivistum þeirra. Skorað er á sveitarfélög að nota vel þann vettvang sem vinnuskólar og önnur sumarvinna fyrir ungt fólk getur verið til forvarnastarfs.

17. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 15. maí.
BR980532
Lögð var fram til kynningar fundargerð frá fundi, sem launanefnd sveitarfélaga átti með fulltrúum kennarafélaganna hinn 15. maí s.l.

18. Skólastjórar á Akureyri. Ályktun frá fundi dags. 18. maí.
BR980535
Með bréfi dags. 20. maí undirrituðu af Halldóru Haraldsdóttur skólastjóra fylgir ályktun fundar skólastjóra grunnskólanna á Akureyri, sem haldinn var 18. maí.
Í ályktuninni er lýst þungum áhyggjum vegna ráðningarmála kennara og skorað á bæjaryfirvöld að boða kennara til fundar þegar í stað til þess að leysa málið.

19. Launakönnun Félagsvísindastofnunar H.Í.
Ábendingar félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.
BR980165
Lagt var fram bréf dags. 17. apríl frá félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra með nokkrum ábendingum og tillögum vegna launakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem lögð var fram í bæjarráði 19. mars.

20. Kjör sálfræðinga hjá Akureyrarbæ.
BR980500
Lagt var fram bréf dags. 11. maí frá Magneu B. Jónsdóttur og Má V. Magnússyni sálfræðingum hjá Akureyrarbæ, þar sem þau fara þess á leit að launakjör þeirra verði færð til samræmis við launakjör sálfræðinga hjá öðrum sveitarfélögum.
Afgreiðslu frestað.

21. Launamál. Bréf frá bæjargjaldkera.
BR980543
Lagt var fram bréf dags. 12. maí frá Rafni Hjaltalín bæjargjaldkera, þar sem hann óskar endurskoðunar á launum sínum og ber þau saman við laun ýmissa deildarstjóra o. fl. hjá Akureyrarbæ.
Afgreiðslu frestað.

22. Benedikt Sigurðarson. Bótakrafa vegna uppsagnar úr skólastjórastöðu.
BR980529
Lagt var fram bréf dags. 18. maí frá Benedikt Sigurðarsyni fyrrv. skólastjóra.
Í bréfinu greinir Benedikt frá því að hann hafi falið lögmanni Kennarasambands Íslands að undirbúa fyrir sig bótakröfu á hendur Akureyrarbæ "vegna ólögmætrar uppsagnar úr stöðu skólastjóra Barnaskóla Akureyrar". Einnig hefir hann óskað eftir við lögmanninn að hann undirbúi bótakröfu "vegna ólögmætrar höfnunar bæjarstjórnar á umsókn minni um stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs", en hann telur sig hafa átt forgang til þeirrar stöðu með vísan til texta í bréfi frá bæjarstjóra svo og vegna menntunar sinnar.

Ingólfur Ármannsson vék af fundi meðan fjallað var um 22. lið.

23. Samiðn. Hafnað ósk um að vísa kjaradeilu til Félagsdóms.
BR980439
Með bréfi frá Samiðn dags. 4. maí er tilkynnt sú niðurstaða stjórnar félagsins að standa ekki sameiginlega að því að vísa kjaradeilu við Akureyrarbæ til Félagsdóms, sbr. bókun bæjarráðs 28. apríl.

24. Örn Ingi Gíslason. Ítrekað erindi um gerð heimildamynda.
BR980484
Með ódags. bréfi ítrekar Örn Ingi Gíslason áður sent erindi til bæjarstjórnar um fjárstuðning við gerð heimildamyndbands ÍSLAND 2000.
Bæjarráð lýsir áhuga á þátttöku í gerð slíks heimildamyndbands um Eyjafjörð, enda náist samstaða milli sveitarfélaga við Eyjafjörð um þátttöku í verkefninu.

25. Bæjarábyrgð. Breyting á lánsskilmálum.
BR980545
Lagt var fram bréf dags. 20. maí frá Lögmannshlíðarsókn, þar sem leitað er eftir ábyrgð Akureyrarbæjar til tryggingar láni hjá Sparisjóði Norðlendinga að fjárhæð
kr. 12.295.000. Lánið er tekið til að skuldbreyta þremur eldri lánum, sem voru með ábyrgð Akureyrarbæjar. Hið nýja lán er til 10 ára og með 6% vöxtum í stað 8,1% p.a.
Bæjarráð samþykkir að veita einfalda bæjarábyrgð til tryggingar hinu nýja láni.

26. Kaup á erfðafestulöndum og húseignum að Dverghóli.
BR980455
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til samninga við Víking Guðmundsson um kaup bæjarins á erfðafestulöndum, girðingum og fasteignum að Dverghóli.

27. Kærunefnd jafnréttismála. Kærumál Ragnhildar Vigfúsdóttur.
BR980197
Á fundinn komu bæjarlögmaður og starfsmannastjóri til viðræðu við bæjarráð um álitsgerð kærunefndar jafnréttismála um launamál Ragnhildar Vigfúsdóttur, sbr. bókanir bæjarráðs 26. febrúar og 19. mars.

28. Brekkuskóli. Bréf frá foreldraráði og stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla.
BR980527
Lagt var fram bréf dags. 18. maí frá foreldraráði og stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla.
Í bréfinu er gerð krafa til þess að húsnæðismál skólans og aðstaða verði bætt einkum hvað snertir fatlaða, leitað verði leiða til að bæta stjórnun skólans og manna skólann réttindakennurum.
Jafnframt greindi bæjarstjóri frá því að hann hefði óskað eftir fundi með bréfriturum og stjórnendum skólans, en bréfritarar hefðu ekki talið sér fært að koma til fundarins að svo stöddu, en teldu eðlilegt að málið biði nýrrar bæjarstjórnar.

29. Laun í unglingavinnu sumarið 1998.
BR980563
Bæjarráð samþykkir að laun í unglingavinnu sumarið 1998 verði sem hér segir:
15 ára fæddir 1983 kr. 274.27 á tímann
14 ára fæddir 1984 - 240.00 - --
Orlof er innifalið í ofangreindum kauptöxtum.

30. Könnun á atvinnuhorfum námsmanna 17 ára og eldri.
BR980564
Bæjarráð felur starfsmannastjóra að láta fara fram könnun á því hve margir námsmenn 17 ára og eldri hafa ekki fengið vinnu í sumar.

31. Bæjargjöld. Afskriftir.
BR980556
Bæjarráð fellst á að afskrifuð verði bæjargjöld hjá fjórum gjaldendum samkvæmt bréfum, sem lögð voru fram á fundinum. Höfuðstóll skuldanna er samtals að upphæð kr. 949.695.

Fundi slitið kl. 12.15.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Heimir Ingimarsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -