Bæjarráð

2662. fundur 28. maí 1998

Bæjarráð 28. apríl 1998.


2692. fundur.

Ár 1998, þriðjudaginn 28. apríl kl 16.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 20. apríl, 3. og 5. liður.
BR980403
Bæjarráð samþykkir báða liðina.

2. Bygginganefnd. Fundargerð dags. 17. apríl, 12. liður, Tónatröð.
BR980422
Í tilefni af bókun bygginganefndar óskar bæjarráð eftir að hraðað verði endurskoðun skipulags af svæðinu austan FSA.

3. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 22. apríl, 1. liður.
BR980412
Bæjarráð samþykkir liðinn.

4. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 16. apríl, 2. liður.
BR980419
Bæjarráð samþykkir liðinn.

5. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 28. apríl, 6. liður.
BR980415
Á fund bæjarráðs kom bæjarlögmaður og lagði fram minnisblað með reglum um útboð og túlkun á ákvæðum í samningi um Evrópska efnahagssvæðið þar um.
Niðurstaða bæjarlögmanns er "að stjórnvaldi er heimilt að viðhafa aðrar aðferðir við verkkaupin heldur en útboð, en þarf þá að geta rökstutt það mjög ítarlega og þá eftir atvikum með skírskotum til opinberra gagna er styðja þá niðurstöðu".
Bæjarráð vísar samþykkt húsnæðisnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. Leikskólanefnd. Fundargerð dags. 16. apríl, 1. liður.
BR980404
Bæjarráð hafnar erindinu og sér ekki að fram hafi komið rök til þess að verða við því.

7. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 27. apríl.
BR980420
Í fundargerðinni er greint frá fjórum viðtölum.
3. lið vísar bæjarráð til bæjarverkfræðings.

8. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð stjórnar dags. 15. apríl.
BR980387
Fundrgerðin er lögð fram til kynningar.

9. Eyþing. Fundargerðir stjórnar, 86.-89. fundur.
BR980394
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

10. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerðir dags. 4. mars og 8. apríl.
BR980413
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

11. Kjörstaður og kjördeildir við bæjarstjórnarkosningar.
BR980395
Með bréfi dags. 16. apríl frá yfirkjörstjórn er lagt til að Oddeyrarskóli verði kjörstaður við bæjarstjórnarkosningarnar 23. maí n.k. og bænum verði skipt í 9 kjördeildir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12. Lífeyrissjóður starfsm. Akureyrarbæjar. Fundargerð stjórnar dags. 17. apríl.
BR980396
Lögð var fram fundargerð stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar dags. 17. apríl. Fundargerðin er í 2 liðum. Í síðari liðnum er eftirfarandi tillaga bókuð:
"Fulltrúar bæjarins í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar leggja til við bæjarstjórn að gengið verði til viðræðna við Samband íslenskra sveitarfélaga um stofnaðild að nýjum lífeyrissjóði sveitarfélaganna skv. drögum, sem sameiginleg nefnd sveitarfélaganna hefur unnið að."
Jafnframt er bókað að fulltrúar STAK vísi málinu til stjórnar félagsins til umfjöllunar.
Borist hefir bréf dags. 22. apríl frá stjórn STAK, sem fjallað hefir um málið. Þar kemur fram að stjórnin telur nauðsynlegt að fram fari viðræður við Akureyrarbæ um framtíðarskipulag lífeyrissjóðsmála hér og lýsir áhuga á aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins fyrir félagsmenn STAK.
Meiri hluti bæjarráðs mælir með því að tillaga fulltrúa bæjarins í stjórn LÍSA verði samþykkt.
Bæjarráðsmaður Ásta Sigurðardóttir sat hjá.

13. Starfsmannafélag Akureyrarbæjar. Tilkynning um stjórnarkjör.
BR980371
Með bréfi dags. 8. apríl er tilkynnt um stjórnarkjör í STAK og verkaskiptingu stjórnarinnar, en hún var kosin til þriggja ára á aðalfundi 17. mars s.l.
Formaður stjórnarinnar er Arna Jakobína Björnsdóttir, sjúkraliði.

14. Vísindasjóður STAK. Ársreikningur 1997.
BR980372
Með bréfi frá STAK dags. 8. apríl fylgir til kynningar ársreikningur Vísindasjóðs STAK 1997 áritaður af stjórnarmönnum.

15. Skautafélag Akureyrar. Skautahús.
BR980388
Lagt var fram bréf dags. 16. apríl frá Skautafélagi Akureyrar, þar sem minnt er á fyrra erindi félagsins um yfirbyggt skautasvæði og að brýnt sé að fá niðurstöðu í málinu sem fyrst. Jafnframt lýsir félagið sig reiðubúið til samninga við Akureyrarbæ um byggingu og rekstur skautahúss.
Málið rætt en afgreiðslu frestað.

16. Krossanes h.f. Leitað stuðnings við tímabundna afkastaaukningu.
BR980408
Lagt var fram bréf dags. 21. apríl frá Krossanesi h.f. Þar kemur fram að ákveðið hefir verið að leita eftir því við Hollustuvernd ríkisins "að verksmiðja félagsins á Akureyri fái að vinna á auknum afköstum í sumar og haust þannig að raunhæf reynsla fáist á þann tækjabúnað sem settur hefir verið upp í verksmiðjunni til mengunarvarna".
Óskað er eftir að bæjarstjórn lýsi stuðningi við þessa tímabundnu afkastaaukningu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og vísar til bókana sinna 8. janúar og 26. febrúar s.l., þar sem mælt er með því að gefið verði út leyfi til að auka afkasta-getu verksmiðjunnar í tilraunaskyni á þessu ári.

17. Skógræktarfélag Eyfirðinga. Samningur við Akureyrarbæ.
BR980416
Lagður var fram þjónustusamningur við Skógræktarfélag Eyfirðinga um framkvæmdir og umsjón með tilteknum skógræktar- og útivistarsvæðum Akureyrarbæjar gegn fastri árlegri greiðslu. Gildistími samningsins er frá 1. janúar 1999 til 31. desember 2019.
Samninginn hefir bæjarstjóri undirritað með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til að samningurinn verði staðfestur af bæjarstjórn.

18. Fóðurverksmiðjan Laxá h.f. Ársskýrsla 1997.
BR980400
Lögð var fram til kynningar Ársskýrsla Fóðurverksmiðjunnar Laxár h.f. ásamt reikningum 1997.

19. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Forkaupsréttur boðinn að skipi.
BR980421
Með bréfi dags. 24. apríl býður Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Akureyrarbæ forkaupsrétt að skipinu Njarðvík KE-93. Kaupandi er Nesver ehf., Rifi.
Engar aflahlutdeildir skipsins fylgja með í kaupunum og ekkert aflamark.
Bæjarráð samþykkir að hafna forkaupsrétti.

20. Ketilhúsið. Úttekt framkvæmda.
BR980417
Fræðslumálastjóri lagði fram yfirlit yfir kostnað við endurbætur og innréttingu á "ketilhúsinu" og um frekari fjárþörf svo unnt megi verða að taka húsið í notkun.
Bæjarráð óskar frekari upplýsinga frá úttektaraðilum verksins og frestar afgreiðslu.

21. Tónlistarskólinn á Akureyri. Tillögur um samstarf við grunnskóla.
BR980190, BR980318, BR980414 og SK980019
Með vísan til bókunar bæjarráðs 26. mars voru lagðar fram tillögur frá skólastjóra Tónlistarskólans, skólafulltrúa og skólastjóra Lundarskóla um útfærslu á tillögum skólanefndar um samstarf Tónlistarskólans og grunnskólanna.
Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins um breytingar á Reglugerð fyrir Tónlistarskólann á Akureyri. Afgreiðslu á breytingartillögum á Samþykkt fyrir skólanefnd Akureyrar var frestað.

22. Minjasafnið á Akureyri. Tillögur um breytta rekstraraðild.
BR980162, BR980200 og BR980242
Með vísan til bókunar bæjarráðs 5. mars í tilefni af erindi frá Kaupfélagi Eyfirðinga var lögð fram greinargerð og tillögur frá fræðslumálastjóra, forstöðumanni Minjasafnsins og framkvæmdastjóra héraðsnefndar um hugsanlega fjármögnun Minjasafnsins eftir að KEA hefir dregið sig út úr almennum rekstri þess.
Afgreiðslu var frestað.

23. Hestamannafélagið Léttir. Greinargerð frá umhverfisdeild um gjaldtöku.
BR980306
Lögð var fram greinargerð frá umhverfisdeild um gjaldtöku fyrir beitarhólf o.fl. í tilefni af mótmælabréfi frá Hestamannnafélaginu Létti, sem greint er frá í bæjarráði 26. mars. Í greinargerðinni kemur fram að á undanförnum árum hefir verið varið til framkvæmda við leigulönd hærri upphæð en nemur upphæð leigutekna.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að svara erindi Hestamannafélagsins Léttis með vísan til þess sem fram kemur í greinargerðinni.

24. Samiðn. Minnisblað bæjarlögmanns vegna beiðni um gerð kjarasamnings.
BR980271
Lagt var fram minnisblað, sem bæjarlögmaður hefir tekið saman í tilefni af bókun bæjaráðs 16. apríl um erindi Samiðnar um gerð heildarkjarasamnings vegna starfsmanna bæjarins, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Samiðnar.
Með bókun í bæjarstjórn þann 21. apríl var óskað eftir því við Samiðn að félagið stæði að því með bænum að málinu yrði vísað til Félagsdóms.
Fyrir liggur óformlegt svar frá framkvæmdastjóra Samiðnar um að félagið vilji ekki standa að beiðni til Félagsdóms um að hann taki málið til úrskurðar. Hins vegar kom fram vilji til þess hjá Samiðn að málinu yrði vísað til launanefndar sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að fresta frekari umfjöllun um málið þar til formlegt svar liggur fyrir frá Samiðn.


Fundi slitið kl. 19.40.

Jakob Björnsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -