Bæjarráð

2663. fundur 26. mars 1998

Bæjarráð 26. mars 1998.


2689. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 26. mars kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.
Í fjarveru formanns bæjarráðs stjórnaði varaformaður fundi.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 16. mars, 4. liður.
BR980284 og BR980316
    Bæjarráð ræddi málið, en telur ekki tímabært að taka ákvörðun um breytingu á húsaleigum fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.

2. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 23. mars, 2.-6. liður.
BR980307 og BR980317
    Bæjarráð samþykkir alla liðina.
3. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 12. mars, 2. liður.
BR980276
    Á fundinn kom jafnréttis- og fræðslufulltrúi Ragnhildur Vigfúsdóttir og greindi bæjarráði frá starfi sínu á liðnum árum og umfangi þess og þeim verkefnum sem fyrirliggjandi eru á jafnréttis- og fræðslusviði.
Tillögu nefndarinnar um aukið starfshlutfall jafnréttisfulltrúa frestar bæjarráð.
Ragnhildur, sem lætur af störfum innan skamms, kvaddi bæjarráð og þakkaði ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Bæjarráð þakkaði Ragnhildi ágætt starf og árnaði henni allra heilla á nýjum vettvangi.

4. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 12. mars.
BR980273
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Tillögu nefndarinnar um aukið starfshlutfall fræðslufulltrúa frestar bæjarráð.
5. Tónlistarskólinn á Akureyri. Tillögur um breyttar áherslur í starfi og skipulagi.
SK980019, BR980190 og BR980318
Teknar voru fyrir að nýju tillögur um breyttar áherslur í starfi og skipulagi Tónlistar-skólans, sem fjallað var um í bæjarráði 5. mars s.l. Jafnframt voru lagðar fram athugasemdir og ábendingar við tillögurnar frá skólanefnd Tónlistarskólans og skólanefnd grunnskólanna.
Vegna athugasemda frá skólanefnd grunnskólanna ákveður bæjarráð að fela skólafulltrúa, skólastjóra Tónlistarskólans og fulltrúa úr hópi skólastjóra grunn-skólanna að útfæra nánar þá þætti í hugmyndum skólanefndar, sem lúta að samstarfi Tónlistarskólans og grunnskólanna.
Að öðru leyti var afgreiðslu frestað.

6. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 23. mars.
BR980308
    Í fundargerðinni er greint frá 4 viðtölum. 2. lið vísar bæjarráð til félagsmálaráðs.
4. lið vísar bæjarráð til félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra og lítur svo á að erindið falli undir það verkefni sem þeir vinna að um samræmda ráðgjafar- og stuðningsþjónustu bæjarins.

7. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð stjórnar dags. 20. febrúar.
BR980281
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Með tilvísun til bókunar í 2. lið fundargerðarinnar tekur bæjarráð undir þá skoðun stjórnarinnar að með flutningi frumvarps á Alþingi um slit á Brunabótafélagi Íslands sé vegið að hagsmunum sveitarfélaganna í landinu og möguleikum þeirra til þess að efla forvarnir á sviði bruna- og slysavarna með stuðningi félagsins og skorar á alþingismenn að fella frumvarpið.

8. Landsvirkjun. Rammasamningur um lántökur Landsvirkjunar.
BR980287
    Með bréfi frá Landsvirkjun dags. 15. mars er greint frá þeirri samþykkt stjórnar Landsvirkjunar að gera rammasamning um lántökur samkvæmt "Euro Medium Term Programme" eða svonefndan "EMTN" samning, en slíkur samningur opnar möguleika á hagstæðum lántökum á helstu fjármálamörkuðum heimsins með það að markmiði að lækka fjármagnskostnað fyrirtækisins. Samningurinn miðar við lántökur á hverjum tíma allt að 500 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði þeirra í öðrum gjaldmiðlum.
Þar sem slíkar lántökur þurfa að ganga mjög hratt fyrir sig eigi þær að skila tilætluðum árangri, er nauðsynlegt að eigendur veiti almenna heimild fyrirfram fyrir lántökum af þessu tagi og fái síðan bréflega tilkynningu um hverja lántöku eftir að hún hefir farið fram.
Í bréfinu er leitað samþykkis bæjarstjórnar til gerðar "EMTN" samnings og þeirra skilmála, sem honum fylgja. Jafnframt er leitað heimildar til lántöku á grundvelli samningsins allt að 500 milljónir Bandaríkjadala til endurfjármögnunar eldri lána og fjárfestinga og að einföld ábyrgð Akureyrarbæjar sem eiganda að Landsvirkjun taki til þeirra lána.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

9. Lindasíða 2 og 4. Íbúar krefjast bættrar þjónustuaðstöðu og gangstíga.
BR980294
Lagt var fram bréf dags. 7. mars undirritað af 86 íbúum í fjölbýlishúsum aldraðra að Lindasíðu 2 og 4. Í bréfinu er þess farið á leit við bæjarstjórn, að nú þegar verði hafist handa við endurbætur á þjónustuaðstöðu fyrir eldri borgara á neðri hæð Bjargs við Bugðusíðu og gerðir verði gangstígar milli Lindasíðu og Hlíðarbrautar.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjárveitingu kr. 270.000 til frekari lagfæringa
á þjónustuhúsnæðinu, sbr. bókun bæjarráðs 18. desember 1997, þannig að heildarfjárveiting nemi kr. 500.000. Gerð göngustíga vísar bæjarráð til framkvæmdanefndar, þar sem málið er til vinnslu, og leggur áherslu á að framkvæmdum verði hraðað svo sem kostur er.

Þegar hér var komið hvarf bæjarráðsmaður Þórarinn E. Sveinsson af fundi.

10. Grunnskólakennarar. Óskað viðræðna um sérkjarasamninga. BR980300
Lagt var fram bréf dags. 20. mars undirritað af Björgu Dagbjartsdóttur, þar sem fram er borin sú ósk grunnskólakennara á Akureyri, að bæjarstjórn taki sem fyrst upp viðræður við grunnskólakennara um sérkjarasamninga umfram gildandi kjara-samninga.
Starfsmannastjóri kom á fundinn og gerði bæjarráði grein fyrir umræðum hjá launanefnd sveitarfélaga, en hún er með umboð fyrir Akureyrarbæ til samninga við Kennarafélag Íslands og Hið íslenska kennarafélag.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, starfsmannastjóra, fræðslumálastjóra og skólafulltrúa að eiga fund með bréfriturum.

11. Hestamannafélagið Léttir. Mótmælt hækkun á leigu eftir beitarhólf.
BR980306
Með bréfi dags. 23. mars frá Hestamannafélaginu Létti er mótmælt þeirri hækkun á leigugjaldi eftir beitarhólf, sem bæjarstjórn hefir nýlega samþykkt.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarverkfræðings og felur honum að taka saman upplýsingar um framvindu máls þessa.

12. Verbúðabyggingar. Erindi frá trillukörlum.
BR980246
Í tilefni af erindi frá trillukörlum, sem lagt var fram á síðasta fundi bæjarráðs, samþykkir bæjarráð að allir núverandi eigendur verbúða norðan Skipatanga á Oddeyri, sem þurfa að víkja með verbúðir sínar, en vilja koma sér upp nýjum verbúðum í Sandgerðisbót, fái felld niður gatnagerðargjöld af fyrirhuguðum verbúðabyggingum, enda hafi byggingaleyfi fyrir verbúðum verið veitt hlutaðeigandi innan þriggja ára frá samþykkt þessari.
Bæjarráð getur hins vegar ekki mælt með niðurfellingu tengigjalda til veitustofnana.

13. Leikskólinn Iðavöllur. Úttekt Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar.
BR980319
Að beiðni deildarstjóra leikskóladeildar hefir Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar framkvæmt úttekt á húsnæði leikskólans Iðavalla. Húsnæðið var skoðað af framkvæmdastjóra H.E. ásamt héraðslækni, barnalækni og fulltrúa á byggingadeild bæjarins.
"Niðurstaða úttektar Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar er sú að húsnæðið verði alls ekki flokkað sem heilsuspillandi húsnæði."

14. Tilnefning í vinnuhóp til undirbúnings stofnsamnings um Atvinnuþróunarfélag.
BR980237
Með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar 3. mars s.l. í tilefni af tillögu um stofnun Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar samþykkir bæjarráð að tilnefna eftirtalda menn í vinnuhóp til undirbúnings stofnsamnings fyrir félagið:
Aðalmenn:
Þórarinn E. Sveinsson
Sigurður J. Sigurðsson

Varamenn:
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigríður Stefánsdóttir

Fundi slitið kl. 12.05.

Ásta Sigurðardóttir
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Sigurður J. Sigurðsson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -