Bæjarráð

2665. fundur 25. nóvember 1998

Bæjarráð 25. nóvember 1998.


2722. fundur.

Ár 1998, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 20. nóvember 1998.
BR981231
Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður: Vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar gatnagerðar.

2. Verkalýðsfélagið Eining. Fyrirspurn um kjarasamninga er varða starfsfólk á sambýlum fatlaðra.
BR981129
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. nóvember s.l. að vísa eftirfarandi tillögu varðandi 7. lið í fundargerð bæjarráðs dags. 5. nóvember s.l. til bæjarráðs:
"Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að samræma kjör starfsfólks á sambýlum fatlaðra þannig að þeir sem vinna samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar og ríkisins verði fluttir yfir á kjarasamning Verkalýðsfélagsins Einingar og Akureyrarbæjar."
Starfsmannastjóri mætti til viðræðna við bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.
  3. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 23. nóvember 1998.
  BR981210
  Fundargerðin er í 4 liðum.
  1. liður: Bæjarráð felur framkvæmdanefnd að taka erindið til umfjöllunar.
  2. liður: Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs með ósk um að ráðið svari málshefjanda.
  3. liður: Bæjarráð bendir á að hlutur nýrra kennara var sérstaklega réttur umfram þá sem eldri voru, við gerð síðustu kjarasamninga við samtök kennara og sú breyting gekk einnig til leiðbeinenda í grunnskólum.
  4. liður: Fjárhagsáætlun ársins 1999 gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum.

  4. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 17. nóvember 1998.
  BR981207
  Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.

  5. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð aðalfundar dags. 13. nóvember 1998.
  BR981225
  Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.

  6. Vinnuhópur um sameinað félagssvið. Fundargerð dags. 11. nóvember 1998.
  BR981213
  Vinnuhópurinn skipaði starfshóp til að undirbúa og vinna að fundi með nágranna- sveitarfélögum, upplýsingasöfnun og formun á tillögum um samstarfsform og umfang. Hópurinn boðaði til fundar á Fosshótel KEA 11. nóvember s.l. með fulltrúum frá sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu til að kanna hug þeirra til skóla- og félagsþjónustu á svæðinu. Fundargerðin frá þessum fundi er í 19 liðum og er lögð fram til kynningar.

  7. Jafnréttisnefnd. 4. liður úr fundargerð dags. 29. október 1998.
  BR981220
  Rætt var um 4. lið í fundargerð jafnréttisnefndar 29. október s.l.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

  8. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðir stjórnar dags. 25. september og 30. október 1998.
  BR981209
  Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

  9. Heilsugæslustöðin.
  BR981214
  Lagt fram bréf frá fjármálaráðuneytinu dags. 11. nóvember 1998 og vísað til bréfs heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 8. október s.l. þar sem farið er
  fram á að samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir heimili að gerður verði samningur við Akureyrarbæ um að ljúka innréttingu heilsugæslustöðvar á
  Akureyri á næstu fjórum árum. Samstarfsnefndin hefur fjallað um málið og telur að skynsamlegt sé að ljúka þessu verki. Þó leggur nefndin til að verkinu
  verði lokið á árinu 2000 og farið verði fram á það við Akureyrarbæ að bærinn flýtifjármagni verkið til að það sé hægt.
  Bæjarráð fagnar áhuga ríkisins á því að flýta framkvæmdum og leggur til að verkið verði boðið út miðað við verklok árið 2000 og greiðslur til
  framkvæmdaaðila fari fram samkvæmt fjárveitingum ríkis og bæjar.

  10. Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Fulltrúi í verkefnislið skautahúss.
  BR981217
  Með ódags. bréfi, mótteknu 20. nóvember 1998 tilkynnir stjórn Vetraríþrótta-miðstöðvar Íslands að hún hafi á fundi sínum 19. nóvember s.l. kosið Steingrím Birgisson fulltrúa VMÍ í verkefnislið v/skautahúss á Akureyri.

  11. Brunabótafélag Íslands. Úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ.
  BR981215
  Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 16. nóvember 1998 þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til Akureyrarbæjar vegna verkefnisins "Stefnumótun fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar" að upphæð kr. 150.000.
  Bæjarráð þakkar veittan styrk.

  12. Myndlistaskólinn á Akureyri. Skipun fulltrúa í skólanefnd.
  BR981234
  Með bréfi dags. 23. nóvember 1998 frá Myndlistaskólanum á Akureyri er þess farið á leit við bæjarráð að það tilnefni fulltrúa sinn í skólanefnd Myndlistaskólans á Akureyri til næstu fjögurra ára.
  Bæjarráð vísar tilnefningu aðal- og varamanns til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  13. Gatnagerðargjöld.
  BR981142
  Tekin var að nýju til umfjöllunar tillaga ásamt greinargerð með nýrri gjaldskrá gatna-gerðargjalda á Akureyri dags. 17. nóvember s.l., sem bæjarráð frestaði
  afgreiðslu á
  19. nóvember s.l.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar greinargerðar bæjarverkfræðings um 5. grein gjaldskrárinnar.

  14. Starfsáætlanir fjármálasviðs og þjónustusviðs.
  BR981235
  Lögð fram drög að starfsáætlun fjármálasviðs og drög að starfsáætlun þjónustusviðs dags. 4. nóvember 1998.
  Bæjarráð vísar starfsáætlunum til gerðar fjárhagsáætlunar.

  15. Útsvarsprósenta 1999.
  BR981239
  Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1999 verði 11,84% af álagningarstofni.

  16. Álagning fasteignagjalda 1999.
  BR981240
  Bæjarráð leggur til að á árinu 1999 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
     a) Fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 0,36% af álagningarstofni.
     b) Fasteignaskattur samkvæmt b-lið 3. greinar sömu laga 1,65% af álagningarstofni.
     c) Vatnsgjald 0,16% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá Vatnsveitu Akureyrar.
     d) Fráveitugjald 0,18% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá um fráveitugjald á Akureyri.
     e) Sorphreinsigjald af íbúðarhúsnæði kr. 3.500 á hverja íbúð.
  17. Gjalddagar fasteignagjalda 1999.
  BR981241
  Bæjarráð leggur til að gjalddagar fasteignagjalda á árinu 1999 verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.

  18. Lækkun fasteignaskatts hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum.
  BR981242
  Bæjarráð leggur til að fasteignaskattur af eigin íbúðum þeirra, sem verða 70 ára og eldri á árinu 1999 verði lækkaður um allt að kr. 16.800 sbr. heimild í 5. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
  Jafnframt er lagt til að fasteignaskattur af eigin íbúðum örorkulífeyrisþega (75% örorka) verði lækkaður um sömu upphæð hjá:
  a) Einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.050.000
  b) Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að kr. 1.450.000

  19. Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar árið 1999.
  BR981243
  Gengið var frá frumvarpi að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1999.
  Niðurstöðutölur í rekstraráætlun eru:
  Rekstrargjöld
  kr.
  1.852.685
  þús.
  Fjármunagjöld (nettó)
  "
  25.000
  "
  Fært til gjaldfærðs stofnkostnaðar og eignabreytinga
  "
  362.315
  "
  Samtals
  kr.
  2.240.000
  þús.
    Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
    20. Frumvörp að fjárhagsáætlunum veitustofnana o.fl.
    BR981244
    Lögð voru fram frumvörp að fjárhagsáætlunum ársins 1999 fyrir eftirtaldar stofnanir og sjóði bæjarins:
    Hita- og vatnsveitu Akureyrar
    Rafveitu Akureyrar
    Bifreiðastæðasjóð Akureyrar
    Húsnæðisskrifstofuna á Akureyri.
    Frumvörpin hafa verið afgreidd í viðkomandi nefndum og vísar bæjarráð þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Fundi slitið kl. 11.39.
    Ásgeir Magnússon
     Sigurður J. Sigurðsson
     Jakob Björnsson
     Þórarinn B. Jónsson
     Oddur H. Halldórsson
     Kristján Þór Júlíusson

     Heiða Karlsdóttir
     -fundarritari-