Bæjarráð

5495. fundur 11. nóvember 2004
2989. fundur
11.11.2004 kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Kristján Þór Júlíusson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Norðurorka - upplýsingagjöf
2004010151
Franz Árnason forstjóri og Hákon Hákonarson varaformaður stjórnar mættu á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fjárhagsáætlun næsta árs og framtíðaráformum.


Hákon Hákonarson og Franz Árnason viku af fundi.

2 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð hafnar umsókn nr. 04-185 með 3 atkvæðum gegn 1 en samþykkir umsókn nr. 04-186.


3 Viðbótarlán - yfirlit 2004
2004010014
Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslur viðbótarlána frá janúar - október 2004.4 Viðbótarlán - 2004 - aukin lánsheimild viðbótarlána
2004010014
Lagt fram minnisblað dags. 9. nóvember 2004 varðandi aukna lánsheimild viðbótarlána 2004.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær sæki um aukna lánsheimild vegna viðbótarlána á árinu 2004 að upphæð þrjátíu milljónir króna.


5 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2004 - 2005
2004110033
Erindi dags. 25. október 2004 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2004 og umsókn um áframhaldandi styrk.
Ársreikningur Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2003 - 2004 lagður fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja sjóðinn með kr. 500.000 á árinu 2005. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.


6 Álagning gjalda árið 2005 - útsvar
2004110039
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2005 á Akureyri verði óbreytt frá fyrra ári eða 13,03% af álagningarstofni.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2005
2004050041
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


8 Landsmót UMFÍ 2009 - skýrsla vinnuhóps
2003080026
Lögð fram skýrsla dags. 21. október 2004 með niðurstöðum starfshóps um framtíð íþróttavallarins á Akureyri og uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu.
Bæjarráð óskar eftir umsögn ÍBA, UMFA, KA og Þórs um þær tillögur sem þarna eru settar fram.Fundi slitið.