Bæjarráð

3270. fundur 14. apríl 2011 kl. 09:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá

1.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sagði frá námskeiði sem hann sótti um kynjaða fjárhagsáætlanagerð.
Einnig lögð fram eftirfarandi tillaga Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 15. mars sl. að vísa til bæjarráðs:
Í tilefni af umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar leggur bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til að fylgt verði markaðri stefnu ríkisins og horft til áhrifa ráðstöfunar fjármuna á konur og karla og tekin upp vinnubrögð kynjaðrar fjárlagagerðar. Kynjuð fjárhagsáætlanagerð sem þessi kallar á breytingar í hugsun og ekki síður í verki en slíkar breytingar eru nauðsynlegar til að auka jafnrétti kynjanna, en tilgangurinn er að tryggja að allir bæjarbúar sitji við sama borð óháð kyni eins og lög gera ráð fyrir. Kynjuð fjárlagagerð horfir á fjárhagsáætlanaferlið út frá áhrifum á kynin. Þannig er tekju- og gjaldahlið fjárhagsáætlunar endurskipulögð til að tryggja að ráðstöfun fjármuna hafi jöfn áhrif á konur og karla. Á tímum niðurskurðar líkt og blasa við okkur nú er mjög mikilvægt að greina áhrif hagræðingaraðgerða á karla og konur og ekki er síður mikilvægt að auka gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins og gera enn betur sýnilegt hvernig opinberu fé er varið, en kynjuð fjárhagsáætlanagerð stuðlar einmitt að þeim markmiðum.

Bæjarráð þakkar Jóni Braga kynninguna.

Bæjarráð telur bæði sjálfsagt og eðlilegt að hugmyndafræði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar sé höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar og að samfélags- og mannréttindaráð taki málið upp og skoði hvort og hvernig þessi aðferðarfræði getur gagnast bæjarfélaginu.

Bæjarráð vill ennfremur leggja áherslu á að fyrirkomulag við fjárhagsáætlanagerð, ásamt jafnréttisáætlun bæjarins, sem og fjölmargar vinnureglur, samþykktir og lög sem unnið er eftir séu vel til þess fallin að tryggja jafnan rétt íbúa sveitarfélagsins, óháð kyni, efnahag, kynþætti eða þjóðerni.

2.Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011040022Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 6. apríl 2011 frá rekstrarstjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf þar sem boðað er til aðalfundar þann 15. apríl nk. í Stássinu/Greifanum og hefst fundurinn kl. 14:30.

Bæjarráð felur  Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

3.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2011

Málsnúmer 2011040043Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. apríl 2011 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins fimmtudaginn 12. maí nk. í Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefst fundurinn kl. 14:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.

4.Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011040051Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands miðvikudaginn 18. maí 2011 kl. 15:00 í hafnarhúsinu við Fiskitanga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

5.Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um skipun nýs fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2011040044Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. apríl 2011 frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær skipi nýjan fulltrúa í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri.

Bæjarráð skipar Hlín Bolladóttur í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri og Dag Fannar Dagsson til vara.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

6.Innheimtumál - skóladeild

Málsnúmer 2011030125Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. apríl 2011:
Á fundinum var haldið áfram að skoða skuldastöðu foreldra vegna leikskólagjalda, fæðisgjalda og frístundagjalda. Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar um fjölda foreldra sem eru í mestum vanda og hvernig sá vandi er samsettur.
Fram kom að 63 foreldrar sem enn kaupa þjónustu í leik- og grunnskóla skulda samtals kr. 11.551.312 og 78 foreldrar sem eru brottfluttir eða hættir að nýta þessa þjónustu skulda kr. 4.422.751. Þessar upphæðir eru höfuðstóll skulda án kostnaðar.
Skólanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að leiða verði leitað til að gera þeim foreldrum sem skulda leik- og/eða grunnskólagjöld kleift að semja um uppgjör skulda sinna á þann hátt að það sé þeim viðráðanlegt.

Bæjarráð samþykkir bókun skólanefndar og felur fjármálastjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:55.