Bæjarráð

3882. fundur 27. febrúar 2025 kl. 08:15 - 09:31 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Sameining Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Málsnúmer 2024010005Vakta málsnúmer

Rætt um sameiningarviðræður Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólans á Akureyri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri fyrir komuna.

2.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2022030528Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 17. febrúar 2025 frá Brynju leigufélagi ses. þar sem stótt er um stofnframlög vegna kaupa á fimm íbúðum fyrir öryrkja á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsóknina þar sem gert er ráð fyrir 12% stofnframlagi Akureyrarbæjar vegna kaupa á fimm íbúðum á þessu ári.

3.Hafnasamlag Norðurlands 2025

Málsnúmer 2025020563Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. febrúar 2025 frá Ingu Dís Sigurðardóttur formanni Hafnasamlags Norðurlands þar sem tilkynnt er um endurráðningu Péturs Ólafssonar sem hafnarstjóra til næstu fimm ára.
Lagt fram til kynningar.

4.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2025

Málsnúmer 2025021061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 70. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem var haldinn miðvikudaginn 5. febrúar 2025.

5.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2025

Málsnúmer 2025020133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 965., 966., 967., 968. og 969. fundar stjórnar Sambandsins frá 18., 19., 20., 21. og 24. febrúar 2025. Fundargerðirnar hafa jafnframt verið birtar á vef Sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram á fundunum.

6.Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál og beiðni um umsögn

Málsnúmer 2023110686Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 21. febrúar 2025 þar sem tilkynnt er að frestur til að veita umsögn um drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefur verið framlengdur til 5. mars næstkomandi. Frumvarpsdrögin eru að grunni til þau sömu og birt voru 2023. Athygli er þó vakin á því að ákvæði, sem hafði verið fellt brott frá fyrstu kynningu 2023 og felur í sér að það leiðir til lækkunar framlaga úr Jöfnunarsjóði ef sveitarfélag fullnýtir ekki heimild sína til álagningar útsvars, er nú aftur að finna í frumvarpsdrögunum sem kynnt eru.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að senda inn umsögn um frumvarpsdrögin.
Við lok fundar fór bæjarráð í heimsókn á Amtsbókasafnið á Akureyri þar sem Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sýndi aðstöðuna og kynnti það sem ber hæst í starfsemi safnsins um þessar mundir.

Fundi slitið - kl. 09:31.