Bæjarráð

3670. fundur 06. febrúar 2020 kl. 08:15 - 10:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Hafnarstræti 80 - krafa um greiðslu vegna jarðvegsframkvæmda

Málsnúmer 2020010638Vakta málsnúmer

Lögð fram krafa frá Norðurbrú ehf um greiðslu vegna jarðvegsframkvæmda á lóð við Hafnarstræti 80.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldson sviðsstjóri skipulagssvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar kröfu um greiðslu og felur bæjarlögmanni að svara erindinu.

2.Strandgata 6 - uppkaup eignar

Málsnúmer 2019050459Vakta málsnúmer

Rætt um uppkaup eignar vegna deiliskipulags.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldson sviðsstjóri skipulagssvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir uppkaup á eigninni Strandgötu 6 og felur bæjarlögmanni að ganga til samninga og leggja samninginn fyrir bæjarráð.

3.Hlíðarfjallsvegur - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2019120295Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 20. desember 2019 frá Helga Pálssyni f.h. Terra Norðurlands þar sem beðið er um að ekki verði reiknuð gatnagerðargjöld á skýlisbyggingu á lóð fyrirtækisins við Hlíðarfjallsveg. Málið var áður á dagskrá 16. janúar sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldson sviðsstjóri skipulagssvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindi bréfritara á grundvelli 2. mgr. í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda.

4.Glerárholt og Tónatröð

Málsnúmer 2019110468Vakta málsnúmer

Rætt um möguleg kaup og uppbyggingu á félagslegum íbúðum.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð vegna Glerárholts og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga til samninga. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins. Þá felur bæjarráð sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna að endurskoðun á skipulagi við Tónatröð.

5.Ársreikningur 2018 - ósk um viðbótarupplýsingar

Málsnúmer 2019100353Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar Akureyrarbæjar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna tilmæla frá nefndinni um fyrirætlan bæjaryfirvalda í rekstri A-hluta sveitarfélagsins.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020010349Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. janúar 2020.
Liður 1 er lagður fram til kynningar, lið 2 er vísað til til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 3 til samfélagssviðs, lið 4 til skipulagssviðs og lið 5 til fjársýslusviðs.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020010349Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 30. janúar 2020.
Lið 1 er vísað til samfélagssviðs, liður 2 er lagður fram til kynningar, lið 3 er vísað til umhverfis- og mannvirkjasviðs og liður 4 er lagður fram til kynningar.

8.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2019/2020

Málsnúmer 2019100504Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til atvinnu- og sjávarútvegsráðuneytisins þar sem Akureyrarbær óskar eftir að veitt verði undanþága í 6. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 vegna stöðu atvinnumála í Grímsey.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir undanþágu í samræmi við framlagt bréf til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

9.Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

Málsnúmer 2020010637Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. janúar 2020 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0064.html
Bæjarráð Akureyrar tekur undir þingsályktunartillöguna og hvetur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að meta hvort og hvernig unnt sé að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld.

10.Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál

Málsnúmer 2020010639Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. janúar 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0050.html

Fundi slitið - kl. 10:30.