Bæjarráð

3536. fundur 19. desember 2016 kl. 08:00 - 09:22 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Ráðningar millistjórnenda á ný svið

Málsnúmer 2016120016Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. desember 2016:

Rætt um fyrirkomulag ráðninga millistjórnenda á ný svið Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að kalla til auka bæjarráðsfundar mánudaginn 19. desember kl. 08:00 til að ræða málið frekar.
Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég legg til að sá aðgerðarhópur sem skipaður var af bæjaráði til að vinna að innleiðingu stjórnsýslubreytinga sem samþykktar hafa verið, verði lagður niður. Það er búið að ráða sviðsstjóra og það er þeirra hlutverk í samráði við sína starfsmenn og bæjarstjóra að skipa málum hver á sínu sviði. Ef fram koma tillögur um breytingu á skipuriti sviða í þeirri vinnu verða þær tillögur lagðar fyrir viðkomandi fagnefnd og stjórnsýslunefnd.Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Matthías Rögnvaldsson L-lista, Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lögðu fram tillögu um að ekki yrði tekin afstaða til tillögu Gunnars á þessum fundi.

Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarráðs.

Gunnar Gíslason D-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni og Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá.

Fundi slitið - kl. 09:22.