Almannaheillanefnd

40. fundur 25. apríl 2012

Mætt:

Fulltrúar Akureyrarbæjar
Alfa Aradóttir, samfélags- og mannréttindadeild
Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri
Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild
Gunnar Gíslason, skóladeild
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild
Soffía Lárusdóttir, búsetudeild

Aðrir
Álfheiður Kristjánsdóttir, Vinnumálastofnun
Edda Guðmundsdóttir, Vinnumálastofnun
Gunnar Jóhann Jóhannsson, lögreglan
Hafsteinn Jakobsson, Rauði krossinn
Herdís Zóphóníasdóttir, MA
Heimir Kristinsson, Fagfélagið
Margrét Árnadóttir, Kjölur
Sigmundur Sigfússon, FSA
Sigríður Huld Jónsdóttir, VMA
Svavar Jónsson, Akureyrarkirkja

1. Staða mála

Fundarfólk greindi frá stöðunni í þeim málaflokkum og starfsemi sem það er fulltrúar fyrir.

Rósenborg –Vart hefur oðið við vanlíðan hjá börnum og ungmennum sem sækja starf í félagsmiðstöðvum og Ungmenna-Húsi. Full ástæða til að vera vakandi yfir ástandinu. Virkið fyrir ungt fólk án atvinnu skiptir máli fyrir þau sem þangað koma. Rannsókn meðal ungmennanna sýnir að þau kunna að meta starfsemina og þá þjónustu og aðhald sem veitt er. Núna er 71 einstaklingur skráður í Virkið.  Alls hafa síðan í haust afskráðst 152 sem komnir eru í vinnu, nám eða önnur úrræði. Óvissa er með hvort hægt verði að reka starfsemina áfram í haust þar sem fjármagn hefur ekki verið tryggt.

Akureyrarkirkja – Hægt er að sækja um í styrki í Ljósberasjóð. Helst leita aðstoðar einstæðar mæður, öryrkjar og atvinnulausir. Kirkjan býður í sumar upp á orlofsdvöl á Vestmannsvatni fyrir einstæða foreldra og börn þeirra. Fyrir nokkrum árum var starfandi sjálfshjálparhópur fyrir foreldra ungmenna í fíkniefnaneyslu. Áhugi er hjá kirkjunni að veita aðstöðu fyrir slíkan hóp áfram.

Bæjarstjóri – Fær inn á borð til sín alls kyns mál sem snerta bæjarbúa m.a. vanda vegna fíkniefnaneyslu, húsnæðismála og fjárhagsvanda.

Kjölur – Mikið að gera núna við úthlutunar orlofshúsa.

Búsetudeild – Afleiðingar fíkniefnaneyslu birtist í starfi deildarinnar sem m.a. rekur áfangaheimili fyrir geðfatlaða. Verið er að skoða með FSA þjónustu við fólk með geðfatlanir m.a. m.t.t. fyrirbyggjandi þátta.

MA –Andleg vanlíðan hjá nemendum í fyrsta bekk er áberandi í vetur. Gott aðgengi er að geðdeild FSA. Minna hefur orðið vart við fíkniefnaneyslu meðal nemenda en fyrir fimm árum þ.e. nemendur eru ekki að detta úr skóla vegna hennar þótt ljóst sé að neyslan er samt til staðar.

VMA – Fíkniefnaneyslan minna áberandi. Andleg vanlíðan nemenda og úrræðaleysi við að leita sér aðstoðar er vandi. Úthaldsleysi hjá yngri nemendum. Í gegnum Nám er vinnandi vegur er keypt sálfræðiþjónusta og unnið með stelpuhóp og strákahóp. Ekki vitað með framhald verkefnisins en vonandi verður hægt að halda áfram. Úttekt sem gerð var á skólanum sl haust sýnir að ein af þeim ógnum sem við er að etja er að geðheilbrigðisþjónusta á svæðinu er ekki næg. Aðsókn að skólanum næsta vetur virðist ætla að verða svipuð og áður.

Rauði krossinn – Staðan svipuð og verið hefur. Einstaklingsaðstoð hefur verið í gegnum Mæðrastyksnefnd og ákveðið samstarf við fjölskyldudeild. Barnfóstrunámskeið verður haldið á næstunni samkvæmt venju.

Lögreglan – Grein í Fréttablaðinu um undirheima Akureyrar vakti mikla athygli. Miðað við afbrotatölfræði undanfarinna ára stendur Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið ekki illa. Aukning er þó greinileg í fíkniefnamálum. Líkamsmeiðingarmálum og málum vegna ofbeldis á heimilum hefur ekki fjölgað. Afskipti lögreglunnar af heimilum er mest vegna kvartana um hávaða. Nánast öll afbrot á svæðinu eru tengd fíkniefnaneyslu. Lítil tækifæri gefast til forvarnastarfs þótt lögreglan standi enn undir sínum verkefnum. Álagið er þó mikið. Á Akureyri er hæsta hlutfall íbúa á bak við hvern lögreglumann. Hægt er að nálgast tölfræðilegar upplýsingar á www.rls.is

FSA – Aukin verkefni eru á skurðdeild og geðdeild m.v. fyrra ár án þess að orðið hafi aukning á starfsfólki. Greina má aukið álag. Hátt í annað hundrað ungmenni fá ekki þá hjálp við kvíða og þunglyndi sem þau þyrftu að fá. Faraldsfræðilegar tölur sýna að 10-15% ungmenna á framhaldsskólaaldri glíma við andlegan vanda. Fíkniefnavandi kemur inn á borð geðdeildar. Draga þarf úr eftirspurninni eftir fíkniefnum og um það þurfa forvarnir að snúast.

Stéttarfélögin í Skipagötu – Mestu annirnar þessa dagana eru í sumarúthlutunum orlofshúsa. Búið er að halda aðalfundi í flestum félögunum. Ný met hafa verið slegin í nýtingu sjúkrasjóða félaganna. Atvinnuástandið er að léttast en stéttarfélögin finna fyrir því að fólki sem verið hefur án atvinnu í langan tíma gengur illa að komast aftur á vinnumarkað vegna þeirra afleiðinga sem langtíma atvinnuleysi hefur.

Fjölskyldudeild – Áframhaldandi mikill þungi er í félagsþjónustunni. Marsmánuður var sá útgjaldamesti sem sést hefur fyrir utan desembermánuðar. Flestir sem leita til félagsþjónustunnar eiga við mikla erfiðleika að stríða. Erfitt getur orðið að að vinna með ýmis mál m.a. vegna fíkniefnavanda þeirra sem leita til deildarinnar. Þessa dagana er unnið að því að koma fólki sem búið er með bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun í vinnu í gegnum átakið Vinnandi vegur. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneyti og Umboðsmanni skuldara er neikvæð greiðslugeta heimila stór vandi m.a. á Akureyri. Þennan vanda þarf að greina nánar og skoða hvernig hægt er að bregðast við.

Skóladeild – Hærri gjaldskrá virðist ekki hafa haft áhrif á nýtingu mötuneyta og keypta tíma í leikskólum eins og áhyggjur voru af. Verið er að skoða frístundamál barna eftir skóla. Mál sem upp koma í skólunum eru þyngri en áður og erfiðara að vinna úr þeim. Vart verður við erfiðleika á heimilum. Fáir einstaklingar taka mikla orku frá starfsfólki og nemendum.

2. Atvinnuleysi

Á Akureyri eru án atvinnu í dag 474, 217 karlar og 257 konur. Atvinnulausir að fullu eru 374 eða 79% þeirra sem eru á skrá. Í aldurshópnum 18-25 ára eru 89 án vinnu, 85 á aldrinum 26-30 ára, 164 á aldrinum 31-50 ára og 135 51 árs eða eldri. Á Norðurlandi eystra eru 750 manns án atvinnu.

3. Aðstoð við fólk í vanda

Velt  var upp spurningum um hvað hægt væri að gera varðandi þá hópa sem lenda í meiri og meiri vanda ýmissa hluta vegna og hvernig hægt væri að koma fólki út úr vítahringnum. Fundarfólk var sammála um að virkja þurfi samfélagið allt í víðtækt forvarnastarf. Foreldrar eru lykilaðilar en einnig þarf að vekja aðra til ábyrgðar og samkenndar. Mikilvægi fjölmiðla í slíku starfi var einnig rætt. Umræðunni verður haldið áfram á næsta fundi.