Almannaheillanefnd

8864. fundur 06. janúar 2012

Fundur haldinn í Glerárgötu 26, kl. 10-12.

Mætt:
Fulltrúar Akureyrarbæjar
Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild
Gunnar Gíslason, skóladeild
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild
Margrét Guðjónsdóttir, heilsugæslan
Soffía Lárusdóttir, búsetudeild

Aðrir
Arna Ýrr Sigurðardóttir, Glerárkirkja
Sigmundur Sigfússon, FSA
Sigríður Ásta Hauksdóttir, Vinnumálastofnun
Þorsteinn E. Arnórsson, Eining-Iðja

1. Atvinnuleysi

Á Akureyri eru nú án atvinnu 532, 305 karlar og 227 konur. U.þ.b. 12% eru í hlutastörfum. Flestir á skrá eru með grunnskólamenntun og um 20% með háskólamenntun eða rétt rúmlega 110 manns. Verið er að kortleggja hópinn til að geta bætt í úrræði. Tæplega 60 manns afskráðust í framhaldi af átakinu Nám er vinnandi vegur. Bráðabirgðaákvæði um minnkað starfshlutfall og sjálfstætt starfandi einstaklinga duttu úr gildi um áramót. Á árinu gætu afskrást 39 manns sem eru búnir að vera á skrá í 3 ár og í lok ársins detta út 21 sem eru á 48 mánaða reglu. Framundan er sá árstími sem venjulega er erfiðastur. Körlum fjölgar nú aftur á skrá þegar útivinna dregst saman. Bætur hækkuðu um áramót og eru grunnbætur nú kr. 167.176 og tekjutengdar bætur kr. 263.548

2. Staða mála

  • Búsetudeild – Staðan svipuð og á síðasta fundi.
  • Heilsugæslan – Áframhaldandi aðhald í gangi.
  • Stéttarfélögin – Ástandið nokkuð gott miðað við árstíma. Almennt mjög rólegt. Stóraukning á því að fólk sæki í sjúkrasjóði félaganna m.a. vegna langtímaatvinnuleysis.
  • Fjölskyldudeild – Þétt og jöfn aukning hefur verið í útgjöldum til fjárhagsaðstoðar en einstaklingum hefur ekki fjölgað mikið. Á síðasta ári voru greiddar 112 milljónir í fjárhagsaðstoð. Hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands er starfsemi í fullum gangi, úttektir sem gerðar hafa verið benda til þess að vel sé að takast til og árangur góður. Skrifstofa Umboðsmanns skuldara verður í Glerárgötu 26, 1. hæð en stefnt er að opnun 1. febrúar.
  • FSA – Hætt var við að loka barnadeildinni í sumar eins og til stóð. Áhrifa niðurskurðar gætir víða í þjónustu sjúkrahússins. Á slysadeild var mikið að gera um jól og áramót. Á geðdeild vantar fleiri sérfræðinga til að anna eftirspurn. Úrræðið Karlar til ábyrgðar sem ætlað er körlum sem beita ofbeldi er nú í boði á Akureyri.
  • Glerárkirkja – Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum er ákveðinn hópur fólks sem ekki á lengur rétt á aðstoð. Heldur færri umsóknir komu um jólaaðstoð nú en í fyrra. Mikil áhersla er lögð á aðstoð við barnafjölskyldur. Yfirsýnin er hjá Hjálparstarfi kirkjunnar frekar en einstaka prestum. Áhugi er á að halda fjármálanámskeið. Þátttaka í kirkjustarfi er góð.
  • Rósenborg – Starfið að komast í gang eftir jól og áramót.
  • Lögreglan – Nokkuð gott ástand og rólegt um jól og áramót.
  • Skólamál – Meiri pirringur virðist vera í fólki og upp koma mál sem varða árekstra milli fólks. Verulega meiri órói var í nemendahópnum í sumum skólum á haustönn. Fylgjast þarf með því hvaða áhrif gjaldskrárhækkanir hafa, ekki síst í Frístund.