Almannaheillanefnd

14475. fundur 08. apríl 2010

Fundur haldinn í safnaðarheimili Glerárkirkju föstudaginn 5. mars kl. 10.

Mætt:

Fulltrúar Akureyrarbæjar:

Gunnar Gíslason, skóladeild

Karólína Gunnarsdóttir, fjölskyldudeild

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild

Kristín S. Sigursveinsdóttir, búsetudeild

Aðrir:

Gunnlaugur Garðarsson, Glerárkirkja

Hafsteinn Jakobsson, Rauði krossinn á Akureyri

Heimir Kristinsson, Fagfélagið

Margrét Árnadóttir, Kjölur

Pétur Þorsteinsson, Glerárkirkja

Sigmundur Sigfússon, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Soffía Gísladóttir, Vinnumálastofnun

 

1. Staðan í dag.

Til Rauða krossins leitar fólk sem ekki virðist geta fengið aðstoð annars staðar. Þetta eru þó of fá tilvik til að hægt sé að draga af þeim miklar ályktanir. Mæðrastyrksnefnd úthlutar næst 23. mars.

Hjá stéttarfélögunum er útlitið þokkalegt. Enn er eitthvað um uppsagnir hjá byggingarmönnum og fyrirtæki að loka. Hópur þeirra sem verið hefur atvinnulaus lengi fer stækkandi. Stéttarfélögin hafa verið að sinna leiðbeiningum við félagsmenn vegna fyrirspurna um störf erlendis. Allnokkrir iðnaðarmenn hafa farið til starfa erlendis. Í flestum tilfellum verða fjölskyldurnar eftir á Akureyri. Mikið er sótt í alla sjóði stéttarfélaganna.

Alls eru 1296 manns atvinnulausir á svæðinu nú. Ekki er um stóraukningu að ræða og einhver hreyfing á fólki. Á Akureyri eru 904 án atvinnu, þar af 636 að fullu. Konur eru 239 og karlar 397. Um 30% eru í hlutastörfum. U.þ.b. helmingur hópsins sem nú er á skrá hefur verið það í nokkurn tíma. Á næstunni er stefnt að því að bjóða öllum upp á úrræði, sérstök áhersla verður þó lögð á þann hóp sem lengst hefur verið á skrá. Vinnumálastofnun hefur hvatt ungt fólk til að sækja um Nordjobb. Vinnumálastofnun og Starfsendurhæfing Norðurlands eru með stofnun þjálfunarvinnustaðar í undirbúningi.

Hjá Sjúkrahúsinu hefur orðið vart við áhrif af strangari skilyrðum sem fólk á endurhæfingarlífeyri þarf að uppfylla.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að skerpa á vinnureglum sínum og leggur áherslu á að um neyðarhjálp sé að ræða en ekki framfærsluhjálp.

Breyting hefur orðið á samsetningu fjárhagsaðstoðar hjá fjölskyldudeild og er stærri hópur en áður að fá grunnframfærslu. Mikið var um úthlutanir í febrúarmánuði. Áhugi er á að koma fólki í virkni.

Hugmyndir eru uppi um að Akureyrarbær í samstarfi við Vinnumálstofnun ráði til starfa fjármálaráðgjafa til að sinna fólki sem er að lenda í vanda með greiðslur t.d. á leikskólagjöldum og gjöldum vegna skólamáltíða. Þetta væri mögulega fyrsta skrefið að því að fá aukna þjónustu frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna til Akureyrar. Rætt var um að mögulega þyrfti að endurvekja lögræði- og endurskoðendaþjónustu sem var í boði á síðasta ári. Ástandið í skólum bæjarins er ágætt. Eitthvað er um að fólk sé að stytta tíma barna sinna í Frístund eða draga úr kaupum á skólafæði.

 

2. Velferðarvísar í íþróttafélögum

Rætt var lauslega um skýrsluna Velferðarvísar í íþróttafélögum ? niðurstöður vefkönnunar meðal íþróttafélaga í nóvember 2009.

Næsti fundur er fyrirhugaður 26. mars hjá Rauða krossinum.