Almannaheillanefnd

14474. fundur 08. apríl 2010

Föstudaginn 30. okt.  2009 kl. 10.00 var fundur haldinn í Almannaheillanefnd að Glerárgötu 26, Akureyri.

Mættir:

Fulltrúar Akureyrarbæjar:

Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild

Gunnar Gíslason, skóladeild

Karl Guðmundsson bæjarritari

Katrín Björg Ríkharðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild

Margrét Guðjónsdóttir, heilsugæslustöð

Aðrir:

Arnar Jóhannsson, Vinnumálastofnun

Hafsteinn Jakobsson, Rauði Krossinn á Akureyri

Margrét Árnadóttir, Kjölur

Sigmundur Sigfússon, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sigríður Ásta Hauksdóttir, Vinnumálastofnun

Þorsteinn E. Arnórsson, Eining-Iðja

 

  1. Staðan í dag

Á fjölskyldudeild hefur lítið breyst nema hvað veikindi eru farin að herja á starfsfólk. Í Rósenborg er allt rólegt og lítil aðsókn að Möguleikamiðstöðinni nema þegar um námskeið er að ræða. Vinnumálastofnun heldur nú vikulega kynningarfundi fyrir atvinnuleitendur þar. Á heilsugæslustöðinni er mikið að gera við bólusetningar en þær ganga vel. Mikið verk er samt framundan þar og mikið álag er á starfsfólki. Fjöldi heimsókna á heilsugæsluna hefur samt ekki aukist milli ára nema hvað varðar bólusetninguna.

Aðeins er byrjað að verða vart við fækkun sölutíma á leikskólum umfram það sem varð við styttingu á daglegum starfstíma þeirra. Þá virðist sem  aðsókn í Frístund grunnskólanna sé aðeins að minnka. Ekki virðist vera um miklar breytingar að ræða í skólafæðinu og þeim börnum fjölgar ekki sem fá mat án þess að greiða fyrir. Ekki er aukning í vanskilum á gjöldum. Meiri óróleiki virðist vera í grunnskólunum en hann kemur og fer án sérstakrar ástæðu að því er virðist. Mikil veikindi eru hjá starfsfólki grunnskólanna og erfitt að manna afleysingar.

Litlar breytingar eru hjá verkalýðsfélögunum en ýmis leiðinleg mál í gangi. Hagræðingar eru víða í gangi sem bitnar gjarnan á starfsfólki. Atvinnuleysi er í dag 820 manns á Akureyri sem er fjölgun um 47 á 3 vikum. Mest atvinnuleysi sem gefið var upp á fundum sl. vetur var 1091 þann 3ja apríl. Ein hópuppsögn (17 manns) hefur verið í þessum mánuði. Margir eru komnir í nám eða önnur úrræði svo sem hjá SÍMEY. Allir sem skrá sig atvinnulausa fara í gegnum kynningu í Rósenborg.

Kreppan bítur Rauða Krossinn og hagræðing í gangi þar. Neyðarsjóðir RK verða opnaðir nú fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd mun ekki úthluta í nóvember til þess að eiga úr meiru að moða í jólaúthlutunina. Fróðlegur fyrirlestur var nýlega fyrir áfallateymið á FSA og ættu Rauði Krossinn og Björgunarsveitirnar að geta nýtt sér þann fyrirlesara.

 

  1. Skýrsla Kristins Tómassonar

Skýrslan var stuttlega rædd og bent m.a. á það atriði að stjórnendur þurfi að vera sérstaklega sýnilegir meðal starfsmanna á samdráttartímum. Bent var á að samvinna milli kerfa skiptir mjög miklu máli og almenn grasrótarvinna líka. Atvinnuleysi virðist vera meira áfall fyrir karlmenn hér á landi en á öðrum Norðurlöndum og rætt nokkuð um viðbrögð við því. Bátasmiðjan er að fara aftur af stað og hefur fengið einhvern styrk til þess frá Vinnumálastofnun og Akureyrarbæ.

 

  1. Önnur mál.

Nokkuð var rætt um frekar þungan fund um stöðu mála í samfélaginu sem var í Deiglunni í gærkveldi og spurt var um stöðu fjölmiðlamálþings sem rætt var á síðasta fundi. Fram kom hugmynd um að gera hjörtun að endurskinsmerkjum og verður það skoðað nánar. Spurt var hvort ekki væri komin tími til að kveikja á hjartanu í Vaðlaheiðinni þar sem nokkuð dimmt væri orðið á þessum tíma ársins. Einnig spurt hvort ekki væri ástæða til að setja götujólaljósin upp fyrr en venjulega og hvetja bæjarbúa til að lýsa upp myrkrið.