Almannaheillanefnd

13433. fundur 28. september 2009

Föstudaginn 11. sept. 2009 kl. 10.00 var fundur haldinn að Glerárgötu 26, Akureyri.

 

Mættir:

 

Fulltrúar Akureyrarbæjar:

Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild

Gunnar Gíslason, skóladeild

Karl Guðmundsson bæjarritari

Kristín S. Sigursveinsdóttir, búsetudeild

Margrét Guðjónsdóttir, heilsugæslustöð

Þórgnýr Dýrfjörð, Akureyrarstofa

 

Aðrir:

Arnar Jóhannesson, Vinnumálastofnun

Gunnlaugur Garðarsson, Glerárkirkja

Hafsteinn Jakobsson, Rauði Krossinn á Akureyri

Jóna Lovísa Jónsdóttir, Akureyrarkirkja

Margrét Árnadóttir, Kjölur

Þorsteinn E. Arnórsson, Eining-Iðja

 

Gestir:

Jóna Berta Jónsdóttir, Mæðrastyrksnefnd

 

  1. Staðan í dag:

 

Á fjölskyldudeild er eftirspurn eftir fjárhagsaðstoð að aukast aftur og þyngri einstaklingar koma í viðtöl miðað við fyrri ár. Fleiri eru áfengis- og fíkniefnaneytendur og yfirleitt er það ungt fólk sem um ræðir. Á heilsugæslunni er verið að undirbúa hvernig mæta skal minna fjármagni á næsta ári miðað við þetta ár.

Skólastarfið í grunnskólunum fer vel af stað og ekki lítur út fyrir að fækkun sé í aðsókn að hádegismat. Aths. hafa komið vegna kostnaðar við bókakaup nemenda og hugsanlega verður því mynstri breytt í framtíðinni.

 

Hjá Vinnumiðlin er það að frétta að nýjar reglur um nám samhliða atvinnuleysisbótum hafa litið dagsins ljós. Í dag eru 735 atvinnulausir á Akureyri sem er fækkun um 81 frá síðasta fundi. Af þeim eru 360 karlar og 375 konur. Atvinnuleysi á Norðurlandi Eystra er um 6%. Nokkuð stór hópur 20-30 ára er að fara í námsúrræði í samvinnu við SÍMEY og fl. úrræði eru í vinnslu.

Í Glerárkirkju hefur verið eftirspurn eftir meiri sálgæslu og fleiri hjónaviðtöl sem virðast þó ekki endilega vera krepputengd. Hjálparstarf kirkjunnar hefur tvöfaldast á landsvísu. Minni aðsókn var hjá Akureyrarkirkju í skólabókaðstoð en búist var við en tvöföldun hefur verið í mataraðstoð og eru þar öryrkjar og einstæðir foreldrar stærsti hópurinn. Allar beiðnir um aðstoð eru metnar í Reykjavík.

Ekkert nýtt er að frétta frá verkalýðsfélögunum.

 

  1. Mæðrastyrksnefnd.

 

Jóna Berta sagði frá starfi nefndarinnar. Nefndin er samansett af fulltrúum kvenfélaganna í firðinum og 2 fulltrúum frá Einingu-Iðju. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu. Opið var einu sinni í viku sl. vetur en lokað var að mestu í sumar. Mikið var um styrktarbeiðnir sl. vetur eða ca 400 heimili í Eyjafirði sem fengu aðstoð fyrir sl. jól. Árið áður voru það tæplega 300 heimili. Veittur er stuðningur að jafnaði kr. 10.000- pr. fjölskyldu pr. mánuð en til eru undantekningar á þeirri vinnureglu. Samtals úthlutaði nefndin 8,5 m.kr. á sl. ári. Margir sækja á alla staði sem bjóða aðstoð. Aukning er á fólki í óreglu sem leitar eftir aðstoð og margt ungt fólk kann ekki fótum sínum forráð. Mæðrastyrksnefndin annast fjárhagslega aðstoð fyrir Rauða Krossinn og fær vinnuaðstoð þaðan og frá Einingu-Iðju eftir þörfum. Á fatamarkaðnum eru aðallega gefin föt en þeir sem geta greiða fyrir.

 

  1. Fjölmiðlar:

 

Þórgnýr Dýrfjörð ræddi um hlutverk og stöðu fjölmiðla í samtímaumræðunni. Jafnframt minntist hann á greiningu fjölmiðlavaktarinnar á fréttum frá Akureyri. Nokkuð áberandi er að fjölmiðlar eru að leita uppi neikvæðar fréttir.

Hvað er hægt að gera í þeim efnum ?

 

            Hugsanlega væri hægt að búa til farveg fyrir jákvæðari fréttir og einhverjir fjölmiðlar á

      Akureyri leggja sig fram um að birta jákvæðar fréttir. Ferðaþjónustan gekk vel í sumar og

      veturinn lítur þar vel út. Ein hugmynd er að búa til hóp um jákvæðar fréttir og að koma     

      þeim á framfæri við fjölmiðla. Rætt var líka um hvort og þá hvernig væri rétt að tengja      

      hlutverk nefndarinnar við fjölmiðla. Á að kynna nefndina fyrir fjölmiðlum ? Á að leita

      eftir samvinnu við fjölmiðla ?

 

            Gunnlaugur spurði – hvernig líður okkur yfir fréttunum – hvernig túlkum við fréttirnar

      innra með okkur ? Hann varpaði upp þeirri hugmynd hvort nefndin ætti að standa að

      málþingi í samvinnu við Háskólann um fjölmiðla og var þeirri hugmynd vel tekið.

      Þórgnýr lagði áherslu á að fólk hefði með höndum ritstjórn eigin fjölmiðlanotkunar.

 

  1. Önnur mál.

 

            Rætt var nokkuð um vímuefnaneyslu á Akureyri og stöðu mála þar. Sagt var frá

      niðurstöðum kannana meðal grunnskólabarna og að staðan þar hefði farið batnandi sl. 10

      ár. Einnig væri betur unnið að málum í framhaldsskólunum en staðan þar væri óljós.