Almannaheillanefnd

13431. fundur 28. september 2009

Föstudaginn 5. júní 2009 kl. 10.00 var fundur haldinn að Glerárgötu 26, Akureyri.

 

Mættir:

 

Fulltrúar Akureyrarbæjar:

Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild

Gunnar Gíslason, skóladeild

Karl Guðmundsson bæjarritari

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild

Kristinn H. Svanbergsson, íþróttadeild

Kristín S. Sigursveinsdóttir, búsetudeild

Margrét Guðjónsdóttir, heilsugæslustöð

 

Aðrir:

Hanna Rósa Sveinsdóttir, Vinnumarkaðsráð

Jón Knutsen, Rauði Krossinn á Akureyri

Margrét Árnadóttir, Kjölur

Sigmundur Sigfússon, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sigríður Huld Jónsdóttir Verkmenntaskólinn

Þorsteinn E. Arnórsson, Eining-Iðja

 

  1. Staðan í dag:

 

Hjá fjölskyldudeild er mikið að gera en viðráðanlegt. Staða nema er í skoðun varðandi hugsanlega fjárhagsaðstoð. Engin viðbrögð hafa ennþá komið vegna beiðna um útibú á Akureyri frá Ráðgjafastöð um fjármál heimilanna. Á heilsugæslunni er allt rólegt og aðsókn svipuð og verið hefur. Í heimaþjónustunni þyngist róðurinn nokkuð og fleiri þung mál að koma inn. Einnig má búast við þungu sumri vegna skertar starfsemi yfir sumarið hjá FSA. Í leik- og grunnskólum er lítilla breytinga vart en hugsanlega er farið að bera á meiri óróleika í nemendum eða kannski bara hjá starfsfólkinu sjálfu. Óvenjumörg rými eru laus hjá dagmæðrum. Góð skráning hefur verið í Frístund næsta vetur. Möguleikamiðstöðin hættir í dag og byrjar ekki aftur fyrr en í ágúst. Skýrsla er væntanleg um starfsemina hingað til.

Hjá íþróttafélögunum er lítið nýtt að frétta. Greiðsluvandamál hafa verið leyst innan félaganna hingað til. Samherjastyrkurinn er að klárast og því má búast við erfiðari rekstri og greiðslum frá foreldrum ungmenna sem vilja stunda íþróttir í sumar og þegar líður á haustið. Rætt var nokkuð um íþróttafélögin og framtíð þeirra. Góð skráning er á Landsmótið í byrjun júlí. Um 160 nemendur á aldrinum 17-25 ára hafa sótt um sérstakt sumarvinnutilboð á vegum bæjarins en til stendur að veita þeim öllum vinnu í 4-5 vikur í sumar 7 klst. á dag. Er þetta nokkru færri einstaklingar en gert var ráð fyrir. Vel var sótt um starfsfólk í sumar af hálfu félagasamtaka og ekki virðist vera vandkvæði á að finna vinnu fyrir ungmennin.

 

Lítið nýtt er að frétta frá verkalýðsfélögunum en alltaf fjölgar umkvörtunarefnum og fréttir eru um að fyrirtæki séu að leggja upp laupana. Nokkuð er leitað eftir aðstoð við útreikning launa. Vinnumarkaðsráð fundar víða á starfssvæðinu og með mörgum. Áfram er erfitt að fá atvinnulaust fólk til að mæta án þvingunar en námskeið eru yfirleitt vel sótt. Nýlega var starfsmaður á Vinnumálastofnun settur sérstaklega í að sinna vinnumiðlun. Hugsanlega verða tekin upp virknikort í haust.

155 nemar voru útskrifaðir frá VMA í síðustu viku og góð aðsókn er í nám þar næsta vetur. Hafnað er nemendum utan svæðis. Verið er að ráða fólk í lausar stöður. VMA er nýbúið að taka upp Open Source hugbúnað og sparar sér verulega fjármuni með því. Íslendingar nýta sér meira orðið fatamarkað Rauða Krossins en nóg framboð er á fötum. Mæðrastyrksnefnd fékk beiðnir um aðstoð frá 70 fjölskyldum í síðustu viku. Sprengja varð í aðsókn að barnfóstrunámskeiðum Rauða Krossins nú í vor. Nokkuð ber á fjölgun yngra fólks til sjálfboðaliðsstarfa en það vantar orðið verkefni fyrir það fólk.

 

Ákveðið var að fresta fundum í sumar og hittast næst 21 ágúst. Haft verður samband með tölvupósti ef ástæða þykir til.

 

Eftir fund bárust þær fréttir frá Vinnumálastofnun að 1.014 væru á atvinnuleysisskrá í dag og skiptist í 561 karl og 453 konur. Alveg atvinnulausir voru 642 þar af 390 karlmenn og 252 konur. Eru þetta 20 fleiri á skrá en fyrir mánuði síðan.