Almannaheillanefnd

12955. fundur 05. maí 2009

Fundargerð


Föstudaginn 3. apríl. 2009 kl. 10.00 var fundur haldinn að Glerárgötu 26, Akureyri.


Mættir:


Fulltrúar Akureyrarbæjar:

Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild

Gunnar Gíslason, skóladeild

Hulda Pétursdóttir, heilsugæslustöð

Karl Guðmundsson bæjarritari

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, búsetudeild


Aðrir:

Arnar Jóhannesson, Vinnumálastofnun

Guðný Bergvinsdóttir, Rauði Krossinn á Akureyri

Hafsteinn Jakobsson, Rauði Krossinn á Akureyri

Hanna Rósa Sveinsdóttir, Vinnumarkaðsráð

Margrét Árnadóttir, Kjölur

Pétur B. Þorsteinsson, Glerárkirkja

Sigmundur Sigfússon, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sigríður Ásta Hauksdóttir, Vinnumálastofnun

Sigríður Huld Jónsdóttir, Verkmenntaskólinn á Akureyri

Þorsteinn E. Arnórsson, Eining-Iðja


  1. Staðan í dag:


Sagt var frá ráðstefnu á Írlandi þar sem erlendum aðilum þótti sem Íslendingar hefðu brugðist skjótt við kreppunni á ýmsan hátt.

Rædd var nokkuð hugmynd Akureyrarbæjar um lækkun launakostnaðar og fannst einhverjum sem kynningin hefði mistekist hjá sumum stofnunum bæjarins. Fólk væri á einhverjum vinnustöðum í nokkurs konar sjokki og spyrði sig hvað kæmi næst. Málið skýrt út og rætt.

Á fjölskyldudeild er lítið nýtt að frétta. Áhyggjur eru vegna sumarvinnu skólafólks hjá bæði ungmennunum, foreldrum og fagfólki. Rætt um hugsanlegar afleiðingar svo sem að flosna upp úr námi, aukin neysla vímuefna og fl. Möguleikamiðstöðin opnaði sl. þriðjudag og nokkrir atvinnulausir hafa komið – aðallega karlmenn. Fyrirtæki með 2 laus störf hafði samband. Verið er að skoða hugmynd um Menntasmiðju karla. Búið er að ráða í 6-7 störf í gegnum 25 m.kr. atvinnuátak Akureyrarbæjar og annar eins fjöldi starfa í vinnslu. Árshátíðir grunnskólanna ganga vel. Í gangi er könnun meðal starfsmanna leikskólanna um hvernig þeim finnst ástandið vera og verða niðurstöður væntanlega kynntar á næsta fundi.

Á heilsugæslunni er verið að skoða hugmyndir að lækkun útgjalda þar sem minni peningar koma frá ráðuneytinu. Skoðað væri með að reisa girðingar í kringum þjónustuna í því skyni að nýta fjármunina sem allra best.

Hjá Rauða Krossinum er allt svipað. Fólk nýtir sér vel fatamarkaðinn og verið er að skoða með aukið námskeiðshald.

Hjá verkalýðsfélögunum er ástandið svipað og verið hefur en uppi eru áhyggjur yfir því sem er að gerast hjá Akureyrarbæ. Einhver fyrirtæki hefðu nýlega orðið gjaldþrota og það skapað viðbótaratvinnuleysi.

Á síðasta fundi Vinnumarkaðsráðs var umræða um hvort ráðið væri í tilvistarkreppu og áhyggjur komu fram með atvinnu fyrir ungt fólk í sumar. Á atvinnuleysisskrá á Akureyri eru nú 1.091 sem er fjölgun um 30 frá síðasta fundi. Þar af eru 415 í hlutastarfi eða 38% sem er mun hærra hlutfall en á öðrum stöðum á landinu. Keyrðar voru saman skrár yfir atvinnulausa og nemendur í Háskólunum og komu fram einhverjir sem voru í of miklu námi miðað við reglur sjóðsins. Ræddar hafa verið hugmyndir um virknikort fyrir atvinnulausa m.a. í tengslum við Möguleikamiðstöðina.

Í VMA er allt frekar rólegt. Í undirbúningi er könnun á atvinnuhorfum nemenda í sumar. Brottfall hefur aldrei verið minna en á þessari önn en strangara aðhald var með mætingar en verið hefur. Mikil óvissa er framundan í fjármálum skólans. Nemendur virðast skynja ástandið misjafnlega en neysla vímuefna virðist ekki vera meiri en áður.

Sagt var frá Hjálparstarfi kirkjunnar en mikil aukning hefur verið eftir aðstoð. Fólk hringir orðið á öllum tímum í prestana. Kirkjan vill gjarnan geta komið inn í sumarstörf með ungu fólki og uppi eru hugmyndir um að reyna að bjóða upp á sumarfrí fyrir fólk í erfiðleikum að Vestmannsvatni. Góð aðsókn er enn sem komið er að Hólavatni í sumar.

Á FSA er allt rólegt en fjölgun varð á bráðamóttöku í mars sem hugsanlega stafar að mun meiri aðsókn að Hlíðarfjalli. Varpað var fram þeirri hugmynd að skora á Landlæknisembættið og Lýðheilsustofnun að koma á framfæri upplýsingum um skaðsemi fíkniefna við ungt fólk.


  1. Önnur mál.


Fram komu ábendingar um að það þyrfti að ná til fólks sem væri illa statt og jafnvel bæri sig ekki eftir neinu. Glerárkirkja og Rauði Krossinn ætla að skoða möguleika á heimsóknar- þjónustu í þessu skyni.

Talað var um að fulltrúi Möguleikamiðstöðvarinnar mætti framvegis á fundi nefndarinnar með Katrínu B. Ríkharðsdóttur.

Rædd var þörf fyrir nýjan “Hjartafund” eins og var haldinn í Brekkuskóla fyrr í vetur en gjarnan mætti breyta fyrirkomulagi hans og færa hann t.d. inn á Glerártorg. Nauðsynlegt er að efla andann meðal bæjarbúa eins og mögulegt er. Ábending kom fram um að það vantaði myndir af fólki á rauðu hjörtun.

Ræddir voru möguleikar á einingabæru sumarnámi bæði með dagskólum og í fjarnámi.


  1. Framhald funda.


Ákveðið var að hafa fjölda funda óbreytta eins og þeir eru núna a.m.k. fyrst um sinn.