Almannaheillanefnd

12954. fundur 05. maí 2009

Fundargerð


Föstudaginn 20. mars. 2009 kl. 10.00 var fundur haldinn að Glerárgötu 26, Akureyri.


Mættir:


Fulltrúar Akureyrarbæjar:

Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild

Gunnar Gíslason, skóladeild

Hulda Pétursdóttir, heilsugæslustöð

Karl Guðmundsson bæjarritari

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild

Kristinn H. Svanbergsson, íþróttadeild

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri

Þórgnýr Dýrfjörð, Akureyrarstofa


Aðrir:

Guðný Bergvinsdóttir, Rauði Krossinn á Akureyri

Margrét Árnadóttir, Kjölur

Pétur B. Þorsteinsson, Glerárkirkja

Sigmundur Sigfússon, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Soffía Gísladóttir, Vinnumálastofnun

Trausti Þorsteinsson, Háskólinn á Akureyri

Þorsteinn E. Arnórsson, Eining-Iðja


  1. Staðan í dag.


Á fjölskyldudeild er mikið að gera en viðráðanlegt. Það fjölgar fólki með lágar tekjur sem óskar eftir viðbótarframfærslu. Ekki er búið að móta reglur gagnvart fólki með háar tekjur sem leitar aðstoðar. Atvinna með stuðningi hefur fundið störf fyrir 7 einstaklinga frá áramótum. Til íþróttafélaganna koma 1-3 tilvik á mánuði þar sem fólk getur ekki greitt æfingagjöld eða ferðakostnað og það er leyst innan félagsins. Tilraunin Frítt í sund fyrir atvinnulausa fer vel af stað og 85 kort þegar komin í notkun. Aðsóknaraukning í Hlíðarfjall er yfir 100% frá fyrra ári. Akureyrarstofa fundar með ferðaþjónustuaðilum 30 mars nk.

Í Rósenborg er almenna starfsemin í góðu lagi og aðsókn góð. Möguleikamiðstöðin fyrir atvinnulausa fer í loftið 31. mars nk. og hafa 3 starfsmenn verið ráðnir. Enn vantar karlmann í þann hóp. KA/Þór verkefnið fyrir peninga frá Samherja heldur líklega ekki áfram eftir vorið en finna þarf út hvernig hægt sé að halda því áfram á einhvern hátt. Möguleikamiðstöðin tekur kannski verkefnið að sér að einhverju leyti.

Átaksverkefni bæjarins fyrir 25 m.kr. fer rólega en ákveðið af stað. Sennilega er búið að ráða 10 starfmenn í það og nokkur verkefni eru í pípunum. Verkefnin eru bæði innan og utan Akureyrarbæjar. Nökkvi er fluttur með sína starfsemi í Slippstöðvarhúsið og ferðamannageirinn virðist bera sig vel.

Hjá læknunum á HAK er nóg að gera en það tengist lítið kreppunni. Í fjölskylduráðgjöfinni eru minni biðlistar en oft áður. Heimahjúkrun á erfitt með að fá skammtímadvöl fyrir sína skjólstæðinga þar sem m.a. endurhæfing í Kristnesi er teppt. Biðlisti er komin eftir heimahjúkrun. Í grunn- og leikskólum gengur allt sinn vanagang.


Hjá verkalýðsfélögunum eru litlar breytingar. Of stórt hlutfall atvinnulausra greiðir ekki félagsgjöld til sinna stéttarfélaga og er þar með réttindalaust að mörgu leyti. Lítil aðsókn hefur verið í lögfræðiaðstoð sem í boði hefur verið.

Hjá Vinnumálastofnun er heldur að róast með nýskráningar atvinnulausra. Á öllu NA landi eru 1558 atvinnulausir sem er fækkun frá síðasta fundi. Á Akureyri eru það 1061 sem er fjölgun um 47 frá síðasta fundi. Af þeim fjölda eru 62% í fullu atvinnuleysi. Búið er að setja reglur um lágmark 10% atvinnuleysi til að öðlast bótarétt. Margt skemmtilegt er að gerast í starfseminni þar.

Í Háskólanum er allt svipað og síðast en heldur hefur þrengt að rekstrinum þar og líklega verður þrengt enn meira næsta haust. Óvissa er um hvað verður um húsnæðið í Þingvallastræti þegar flutt verður í nýbygginguna á Sólborg vorið 2010.

Hjá FSA eru að koma fram vísbendingar um meiri samdrátt og skurðaðgerðum og legudögum hefur fækkað milli ára. Minni aðsókn er líka á bráðamóttöku og til lækna.

Hætt hefur verið með opna mánudagsmorgna í Glerárkirkju vegna aðsóknarleysis og bent verður á möguleikamiðstöðina í Rósenborg þegar hún opnar. Líklega hefur lögmannsaðstoð verið hætt í bili hjá Akureyrarkirkju.

Hjá Rauða Krossinum hefur framboð af fötum og húsmunum minnkað en aðsóknin er óbreytt. Sagt var frá starfseminni í RK húsinu í Reykjavík en þar er dagskrá alla daga og aðsókn góð.


Næsti fundur verður eftir hálfan mánuð.