Almannaheillanefnd

12949. fundur 05. maí 2009

Fundargerð

Föstudaginn 9. jan. 2009 kl. 10.00 var fundur haldinn að Glerárgötu 26 Akureyri.


Mættir:

Fulltrúar Akureyrarbæjar:

Guðrún Sigurðardóttir, fjölskyldudeild

Gunnar Gíslason, skóladeild

Hulda Pétursdóttir, heilsugæslustöð

Karl Guðmundsson bæjarritari

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, samfélags- og mannréttindadeild

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, búsetudeild


Aðrir:

Hafsteinn Jakobsson, Rauði Krossinn á Akureyri

Margrét Árnadóttir, Kjölur

Matthildur Sigurjónsdóttir, Eining-Iðja

Pétur Björgvin Þorsteinsson, Glerárkirkja

Sigmundur Sigfússon, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sigríður Ásta Hauksdóttir, Vinnumálastofnun

Sigríður Huld Jónsdóttir, Verkmenntaskólinn á Akureyri

Sigurlaug Gunnarsdóttir, Menntaskólinn á Akureyri

Trausti Þorsteinsson, Háskólinn á Akureyri1. Staðan metin.


Búið er að loka í bili opnum tímum síðdegis á fimmtudögum hjá fjölskyldudeild. Beiðnir eru byrjaðar að berast um styrki vegna 50 þús. kr. gjalds SÁÁ í eftirmeðferð. Í Rósenborg stendur yfir innritun í Menntasmiðju unga fólksins sem hefst síðar í mánuðinum. Punkturinn verður opnaður meira á dagvinnutíma en opnunum fyrir almenning á kvöldin hætt. Fyrir utan hefðbundið aukið álag um jól og áramót er ekki meiri aðsókn á HAK nema í fjölskylduráðgjöfina. Breytingar á FSA hafa bein áhrif á starfsemi bæjarins fyrir geðfatlaða og er í undirbúningi hvernig taka á móti því þegar svigrúmið er takmarkað. Tilkynnt hefur verið 8-10% hækkun fæðis í grunnskólum og leikskólum en ekki verður fækkað starfsfólki. Starfstengdur kostnaður verður tekinn niður en ástandið verður erfitt. Ekki er um að ræða fækkun í fæði leik- og grunnskóla en dagforeldrar upplifa fækkun barna hjá sér. Styttri þráður er hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Reytingur hefur verið hjá endurskoðendum á fimmtudögum.

Hjá verkalýðsfélögunum er sífelld aukning og mikið um spurningar um réttindi og fl. Laun virðast vera að lækka í veitingahúsum og þrengt hefur að hjá hreingerningafyrirtækjum. Mjög slæm staða er hjá verslunarfólki og mikið um uppsagnir. Nokkuð er um uppsagnir á FSA og minnkað starfshlutfall.

Hjá Vinnumálastofnun fjölgar alltaf atvinnulausum jafnt og þétt og nú eru 818 atvinnulausir á Akureyri – 313 konur og 515 karlar. Af þessum 818 eru 603 án allrar vinnu eða 201 kona og 402 karlar. Atvinnuleysisbætur hækkuðu um áramót í tæpar 150 þús. kr. Styrkur fyrir barn er 270 kr. pr. dag.

Frá FSA eru breytingar enn í gangi og er geðdeildin farin að merkja afleiðingar ástandsins. Ekki er þó um fjölgun geðfatlaðra að ræða vegna þess.

Hjá Rauða Krossinum er frekar rólegt en fólk farið að leita eftir launuðum störfum. Í undirbúningi er nýtt verkefni á landsvísu með ungt fólk í tölvum. 464 heimili fengu aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin.

Í framhaldsskólunum er ástandið frekar rólegt. Í MA standa yfir próf en ný önn er að byrja í VMA. Engin fækkun er á heimavist vegna ástandsins. Sparnaðarkröfur hafa komið fram í báðum skólunum og er verið að vinna úr þeim. Um 100 umsækjendum var hafnað í VMA og enn fleiri ef fjarnámið er tekið með. Stærri hópar verða hjá kennurum á vorönninni og áhyggjur eru yfir tekjumissi nemenda vegna ástandsins. Í HA er hagræðing líka í gangi en hann á ekki að leiða til uppsagna fólks. Fjölgun nemenda var allnokkur. Fyrir liggur könnun rektors á möguleikum á að ráða inn háskólamenntað atvinnulaust fólk í rannsóknarvinnu.

Hjá Glerárkirkju kom fram að aðstoð kringum jólin væri helmingi meiri en í fyrra. Einhver aukning er í samtölum/viðtölum við fólk. Sparað verður í auglýsingum. Til stendur að reyna að hafa opið hús á mánudagsmorgnum frá og með 26 nk.
  1. Hreyfing og útivist.


Á fundinn komu nú Jónatan Magnússon og Stefán Gunnlaugsson frá KA og kynntu verkefnið sem byrjar í næstu viku. Sjá meðf. glærur.Verkefnið byrjar á fimmtudag í næstu viku og stílað er á alla en sérstaklega atvinnulaust fólk. Öll þjónusta verður ókeypis nema matur á hádegisverðarfundum á föstudögum. Vonast er til að fólk taki vel við sér og mæti. Eftir er að stofna heimasíðu fyrir verkefnið. Jónatan er eini fasti starfsmaðurinn en einnig er kennurum greitt. Verkefnið stendur til 1 júní en verður þá endurmetið. Stefán skoraði á bæinn að gefa atvinnulausum frítt í sund.


  1. Heilbrigðismál.


Rætt var um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi en aðallega um sparnað á FSA. Starfsemin á Skólastíg hættir í byrjun febrúar en opnar aftir 1. október í nýju húsnæði þar sem Sel er nú ásamt göngudeild geðdeildarinnar. Um er að ræða allnokkra fækkun starfa á FSA en mörg störf hafa biðlaunarétt og því kemur sparnaðurinn ekki allur fram á árinu. Rætt var um að fá forstjóra og lækningaforstjóra FSA á næsta fund.

Starfsfólk Lautarinnar kvíðir fyrirhuguðum breytingum á starfsemi geðdeildar FSA. Allnokkrar umræður urðu um ástandið í geðheilbrigðismálum á Akureyri.


  1. Annað


Sigríður Huld VMA upplýsti vegna frétta að fyrir hefði legið frá upphafi að síðasta önn

bifvélavirkjun yrði líklega ekki kennd hjá VMA. Sú staðfesting kemur almennum sparnaði ekkert við.

Pétur í Glerárkirkju sagði frá vinnuskiptum erlendis fyrir aldurshópinn 18-26 ára sem Glerárkirkja hefur milligöngu um.Næsti fundur er ráðgerður 16. janúar nk.