Afrekssjóður Akureyrar

11. fundur 08. janúar 2015 kl. 16:30 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Fríða Pétursdóttir
  • Haukur Friðgeir Valtýsson
  • Sonja Sif Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Unnið að heiðursviðurkenningum.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita heiðursviðurkenningar í samræmi við umræður á fundinum og vísar tilnefningum til kynningar í íþróttaráði.

2.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Unnið að úthlutunum Afrekssjóðs 2015 og viðurkenningum fyrir árið 2014.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita eingreiðslustyrk í samræmi við umræður á fundinum. Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita kr. 800.000 til Ferðasjóðs Afrekssjóðs fyrir árið 2015. Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita styrki vegna landsliðsmanna og viðurkenningar vegna Íslandsmeistara aðildarfélaga ÍBA árið 2014.

3.Íþróttasamband fatlaðra - styrkbeiðni vegna Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar

Málsnúmer 2015010054Vakta málsnúmer

Erindi frá Íþróttasambandi fatlaðra dagsett 7. nóvember 2014 þar sem sótt er um styrk til handa Jóhanni Þóri Hólmgrímssyni m.a. vegna undirbúnings fyrir HM fatlaðra 2015 og Vetrarólympíuleikanna 2018.
Stjórn Afrekssjóðs getur ekki orðið við erindinu.

4.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Umræður um viðmið og verklagsreglur Afrekssjóðs.

Fundi slitið.