Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

554. fundur 28. ágúst 2015 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Súluvegur 2 - stöðuleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 2015080098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2015 þar sem Þórey Agnarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir sumarhús á lóð Malar og sands að Súluvegi 2. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir stöðuleyfi til 31. maí 2016.

2.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu 2015

Málsnúmer 2015030238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. ágúst 2015 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 15. apríl 2015.

Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningu við:

1. Ljósstofn GLER svæði 1-3 ídráttur í Einholti, Þverholti, Langholti, Stafholti og Hörgárbraut.

2. Þveranir yfir Krossanesbraut og yfir Langholt

Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

3.Jaðar - Golfklúbbur Akureyrar - véla- og tækjageymsla

Málsnúmer 2015080057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. ágúst 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 570169-7169, sækir um byggingarleyfi fyrir véla- og tækjageymslu á lóð með lnr. 150071 að Jaðri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Stangengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hríseyjargata 2 - umsókn um breytingu fastanúmera

Málsnúmer 2015080087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2015 þar sem Anna Guðrún Sigurðardóttir sækir um sameiningu fasteignanúmera í Hríseyjargötu 2.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið og felur verkefnastjóra fasteignaskráningar að tilkynna breytinguna til Þjóðskrár. Umsækjandi þarf að láta aflýsa eignaskiptasamningi hjá sýslumanni áður en breytingin tekur gildi.

5.Skólastígur 4 - Sundlaug - umsókn um breytingar utanhúss

Málsnúmer 2015040158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. apríl 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar utanhúss á sundlaugarmannvirkjum við Skólastíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar teikningar 26. ágúst 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Langamýri 1 - umsókn um lyftingu þaks

Málsnúmer 2015060159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Hjördísar Blöndal sækir um breytingar innan- og utanhúss á húsi nr. 1 við Löngumýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Gata sólarinnar 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015080097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2015 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410682-0599, sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 8 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Gata sólarinnar 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015080105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2015 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 10 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Höfðahlíð 19-23 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu

Málsnúmer 2015080030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. júlí 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf., kt. 410604-3889, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 19-23 við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar teikningar 26. ágúst 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

10.Goðanes 16 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer BN080140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Goðaness ehf., kt. 411206-1140, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á lóð nr. 16 við Goðanes til 1. oktober 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.