Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

517. fundur 13. nóvember 2014 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hafnarstræti 102, 2. hæð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum inni

Málsnúmer 2014040045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. nóvember 2014, þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hafnarstræti 97 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2014110037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. nóvember 2014 þar sem Birna M. Guðmundsdóttir f.h. Jógahofsins, kt. 660413-1700, sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á rými í austurenda 2. hæðar Hafnarstrætis 97. Meðfylgjandi eru fylgigögn.

Skipulagsstjóri samþykkir breytta notkun á rýminu.

3.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu

Málsnúmer 2014040229Vakta málsnúmer

Tvö erindi dagsett 15. október 2014 og 11. nóvember 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:
- GLER Áfangi 3 svæði 1 Vestursíða.
- GLER Áfangi 3 svæði 2 Vestursíða, Brattasíða, Borgarsíða.
- GLER Áfangi 3 svæði 3 Vestursíða, Bæjarsíða, Móasíða, Möðrusíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 1 Teigasíða, Tungusíða, Ekrusíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 2 Núpasíða, Tungusíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 3 Fosshlíð, Skarðshlíð.
- GLER Áfangi 4 svæði 1 Bakkahlíð 35, Fosshlíð.
- GLER Áfangi 4 svæði 2 Tungusíða 5.
- GLER Áfangi 4 svæði 3 Tungusíða 13, Núpasíða og Stapasíða.
- GLER Áfangi 4 svæði 4 Stapasíða 16.
- GLER Áfangi 4 svæði 5 Arnarsíða 4d, Bugðusíða og Teigasíða.
Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

4.Strandgata 11B og Glerárgata 3B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014110070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. nóvember 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hagsmíði ehf., kt. 581295-2359, sækir um breytingar á hluta húsanna Glerárgötu 3B og Strandgötu 11B og gera þar gistirými. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Goðanes 6 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN070207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. október 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hörgárbrautar ehf., kt. 421111-1110, og HeiðGuðByggis ehf., kt. 610711-0570, sækir um breytingar og að skipta eign 0101 í Goðanesi 6 í tvær eignir. Innkomnar teikingar 11. nóvember 2014. Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:20.