Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

515. fundur 29. október 2014 kl. 08:30 - 09:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Gleráreyrar 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2014100071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október 2014 þar sem Baldur Karlsson f.h. Slippfélagsins ehf., kt. 631209-1650, sækir um leyfi fyrir auglýsingastandi (tunnu) á lóð númer 2 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu A og B.

Skipulagsstjóri samþykkir uppsetningu á auglýsingastandinum á staðsetningu B.

2.Glerárgata 28 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Glerárgötu 28 ehf., kt. 700805-3010, sækir um breytingar innan og utanhúss á 1. hæð í húsinu nr. 28 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 22. október 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Hjalteyrargata 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Súlna Björgunarsveitar á Akureyri, kt. 640999-2689, sækir um breytingar á húsinu Hjalteyrargötu 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Nýtt erindi barst dagsett 23. október 2014 ásamt leiðréttum teikningum.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Njarðarnes 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Hlaða fasteigna ehf., kt. 580612-0670, sækir um breytingar á eignum, innréttingu og notkun 2. hæðar í Njarðarnesi 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Innkomnar teikningar, greinargerð vegna einangrunar og brunahönnun 30.október 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Ef breyting verður á notkun rýmisins skal endurmeta einangrunarþörf í þaki.

5.Óseyri 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014100171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Rarik ohf., kt. 520569-2669, sækir um leyfi fyrir breytingu á innkeyrsluhurð á húsinu Óseyri 9. Meðfylgjandi eru teikningar.
Innkomnar teikningar 28. október 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Skipagata 14 - umsókn um breytingar á 2. hæð - Eining Iðja

Málsnúmer 2012030083Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 1. október 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Einingar Iðju, kt. 570599-2599, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af innra skipulagi á 2. hæð að Skipagötu 14. Meðfylgjandi er teikning og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar teikningar og samþykki meðeigenda þann 9. október 2013.
Nýtt erindi dagsett 23. október 2014 þar sem óskað er eftir breytingum á áður samþykktum teikningum.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Steinahlíð 1D - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014100039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Ívar Ragnarsson f.h. Björns Þórs Guðmundssonar sækir um breytingar innanhúss frá áður samþykktum teikningum af Steinahlíð 1D. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Ragnarsson.
Innkomnar teikningar 27. október 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Týsnes 22 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014090057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október 2014 þar sem Guðmundur V. Gunnarsson f.h. FR4 ehf., kt. 531006-2160 óskar eftir að fá að skila lóð nr. 22 við Týsnes.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Jaðarstún 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014080128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2014 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 12 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Innkomnar teikningar 29. október 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 09:30.