Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

502. fundur 24. júlí 2014 kl. 13:00 - 15:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Mýrarvegur 111 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júlí 2014 þar sem Snjólaug Þorsteinsdóttir sækir um leyfi fyrir svalalokun í Mýrarvegi 111, íbúð 301, í samræmi við samþykkt á byggingaráformum árið 2008.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Klettaborg 27 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júlí 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Halldórs Magnússonar sækir um breytingar innanhúss í húsinu Klettaborg 27. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Jaðarstún 5-7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi við lóð nr. 5-7 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 14. júlí 2014. Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði en samþykkir að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum á grundvelli fyrirliggjandi teikninga.

4.Jaðarstún 1-3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi við lóð nr. 1-3 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Birgi Ágústsson.
Innkomnar teikningar 14. júlí 2014. Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði en samþykkir að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum á grundvelli fyrirliggjandi teikninga.

5.Krókeyrarnöf 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júlí 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Jósefínu Hörpu Zophaníasdóttur sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 11 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2014 þar sem Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730 sækir um að setja glugga í verslunarrými á Glerártorgi við Gleráreyrar 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Egil Guðmundsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Gilsbakkavegur 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2014 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Sigvalda Guðmundssonar sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss og sameiningu eigna í Gilsbakkavegi 9. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Valþór Brynjarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 15:00.