Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

501. fundur 17. júlí 2014 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ásatún 20-26 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2012110114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. B.E. húsbygginga, kt. 490398-2529, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Ásatúni 20-26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Flatasíða 5 - umsókn um garðskúr

Málsnúmer 2014070066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2014 þar sem Magnús Kristjánsson, kt. 180663-2829, sækir um leyfi fyrir garðskúr á lóðarmörkum við Flötusíðu 5. Meðfylgjandi er afstöðumynd og samþykki nágranna.

Staðgengill skipulagsstjóra hafnar erindinu þar sem fjarlægð milli garðhúss og glugga á íbúðarhúsi er of lítil, sbr. lið g, gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð.

3.Goðanes 16 - lóðarumsókn

Málsnúmer BN080140Vakta málsnúmer

Þann 9. apríl 2008 úthlutaði skipulagsnefnd JES ehf., nú Goðanesi ehf., kt. 411206-1140, lóðinni Goðanesi 16. Fyrirtækið hefur ekki óskað eftir framlengingu á framkvæmdafresti, sem er liðinn.

Staðgengill skipulagsstjóra tilkynnir hér með að lóðin er fallin aftur til bæjarins og verður auglýst að nýju.

Jafnframt felur hann fjárreiðudeild að endurgreiða gatnagerðargjöldin.

4.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013080246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2014 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum vegna viðbyggingar við Hólabraut 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Karl-Erik Rocksén.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Hörgárbraut - leyfi fyrir nýjum tönkum

Málsnúmer 2014070075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2014 þar sem Gunnar Sch. Thorsteinsson f.h. S-Fasteigna ehf., kt. 621204-2030, sækir um leyfi fyrir endunýjun á eldsneytisbirgðartönkum við Hörgárbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Sch. Thorsteinsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Laufásgata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060209Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2014 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breyingar á áður samþykktum teikningum af skólpdælustöð við Laufásgötu 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu

Málsnúmer 2014040229Vakta málsnúmer

Tvö erindi dagsett 8. og 15. júlí 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014. Um er að ræða framkvæmdir við Bugðusíðu, Smárahíð - Hlíðarbraut, Borgarhlíð - Hlíðarbraut, Merkigil - Skriðugil, Vörðugil - Skútagil, Tröllagil, Drekagil, Snægil, Kiðagil, Dvergagil, Huldugil og Merkigil samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

8.Strandgata 25 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Dagga ehf., kt. 580602-4440, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Strandgötu 25. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara

Málsnúmer 2014040120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2014 frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 14. maí 2014. Um er að ræða framkvæmdir við Kiðagil, Furulund, Faxaskjól, Klettaborg-Hrafnabjörg og Sunnutröð samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

10.Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2014020175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2014 þar sem Sigrún Gunnarsdóttir, kt. 130884-3939, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af hár- og snyrtistofu í húsi nr. 13 við Hólabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðbjörgu Söndru Gunnarsdóttur (Eirík Jónsson).
Innkomnar teikningar 8. júlí 2014.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

11.Langholt 10 - byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012020191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Magnúsar Snædals, kt. 161163-4499, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af bílskúr við Langholt 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Tryggvabraut 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Tryggvabraut 10. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

13.Aðalstræti 28 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2014 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Hlífar Einarsdóttur, kt. 191130-4999, sækir um leyfi fyrir breytingum á Aðalstræti 28. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Berg Steingrímsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

14.Kaupvangsstræti 1 - umsókn um leyfi fyrir kvisti

Málsnúmer 2012080050Vakta málsnúmer

Teikningar mótteknar 16. júlí 2014 þar sem Gunnlaugur Jónasson f.h. Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409, sækir um heimild fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum á vesturálmu hússins að Kaupvangsstræti 1.
Staðgengill kipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.