Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

496. fundur 12. júní 2014 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eyrarlandsvegur 30 - umsókn um byggingarleyfi fyrir yfirbyggðu sviði

Málsnúmer 2014050226Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2014 frá Helga Má Pálssyni þar sem hann f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að byggja yfirbyggt opið svið á sama stað og eldra svið var í Lystigarðinum, Eyrarlandsvegi 30, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Innkomnar teikningar 6. júní 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið en átelur vinnubrögð framkvæmdadeildar þar sem ekki var sótt um byggingarleyfi áður en framkvæmdir hófust og framkvæmdir ekki stöðvaðar þrátt fyrir fyrirmæli þar um.

2.Glerártorg rými 02 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2014 þar sem Ívar Örn Guðmundsson f.h. Fjarskipta hf., kt. 470905-1740, sækir um leyfi fyrir breytingum á Glerártorgi rými 02, Gleráreyrum 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Örn Guðmundsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Helgamagrastræti 47 - umsókn um geymsluskúr

Málsnúmer 2014060088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2014 þar sem Guðmundur Svavarsson og Líney Arnardóttir sækja um leyfi fyrir geymsluskúr á lóð nr. 47 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu skúrsins og samþykki meðeigenda.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Kjarnagata 43 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2014 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir Kjarnagötu 43. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason.
Innkomnar teikningar 6. júní 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Surtlugata 1 - reyndarteikningar

Málsnúmer 2014060040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2014 þar sem Sigfús Helgason og Arna Hrafnsdóttir óska eftir samþykki á reyndarteikningu af Surtlugötu 1. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Hafnarstræti 106 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159 sækir um breytingar innanhúss við Hafnarstræti 106. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar jákvæðar umsagnir Minjastofnunar og framkvæmdardeildar mótteknar 12. júní 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið enda verði gengið frá ytra byrði hússins í samræmi við skilyrði Minjastofnunar.

7.Byggðarvegur 94 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2014 þar sem Halldór Magnús Rafnsson f.h. Eignarhaldsfélagsins Feðga ehf., kt. 670195-2879, sækir um breytingar innanhúss við Byggðarveg 94. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Krossanes 4 - stöðuleyfi

Málsnúmer BN100141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2014 þar sem Björgvin Smári Jónsson f.h. Krossanes eigna, kt. 660707-0850, áður Becromal properties, óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaskemmu á lóðinni Krossanesi 4.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

9.Skipagata 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kaffibar

Málsnúmer 2014010259Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Valtýs Pálssonar og Sigríðar Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir kaffibar og morgunverðarsal í húsi nr. 4 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Harald S. Árnason.
Innkomnar teikningar 11. júní 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Brekkugata 43 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. apríl 2014 þar sem Ingunn H. Bjarnadóttir sækir um leyfi til að byggja kvist á Brekkugötu 43. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Þór Einarsson.
Innkomnar teikningar 11. júní 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Grímseyjargata 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Vélsmiðjunnar Ásverk ehf., kt. 590994-2009, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Grimeyjargötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson.
Innkomnar teikningar 12. júní 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.