Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

484. fundur 13. mars 2014 kl. 13:00 - 13:55 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Gleráreyrar 3 (Dalsbraut 1 L-M) - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2013100248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Línhússins ehf., kt. 450195-2009, og BKF ehf., kt. 590813-0790, sækir um breytingar á húsi nr. 1, hluta L-M, við Dalsbraut. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason.
Innkomnar teikningar 19. nóvember 2013. Innkomnar teikningar 13. febrúar 2014.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði. Frestur var gefinn til 10. mars að skila inn fullnægjandi gögnum, sem ekki hafa borist að fullu. Því er gefinn viðbótarfrestur til 23. mars til að skila inn fullnægjandi gögnum. Að öðrum kosti má búast við að beitt verði heimild í 55. og 56. gr. mannvirkjalaga.

2.Goðanes 6 - byggingarleyfi, geymsluhillur

Málsnúmer BN070207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ólafs Björnssonar ehf., kt. 660606-3350, og Veitunnar sf., kt. 630279-0389 sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á geymsluhillum í eignahlutum 0103 og 0106 í húsi nr. 6 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Tryggvabraut 5 - umsókn um breytingu á 2. hæð

Málsnúmer 2014030001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. mars 2014 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Samskipa hf., kt. 440986-1539, óskar eftir samþykki á breytingum á 2. hæð á Tryggvabraut 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2014020175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2014 þar sem Sigrún Gunnarsdóttir, kt. 130884-3939, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss og starfsleyfi fyrir hár- og snyrtistofu í húsi nr. 13 við Hólabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðbjörgu Söndru Gunnarsdóttur.
Innkomið samþykki meðeiganda 4. mars 2014.
Innkomnar teikningar 7. mars 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Drekagil 21 - umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímaloftneti

Málsnúmer 2014030088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. mars 2014 þar sem Sigurbjörn Hjörtur Guðjónsson f.h. Símans hf., kt. 500269-6779, sækir um byggingarleyfi fyrir farsímaloftneti á efstu hæð húss nr. 21 við Drekagil. Meðfylgjandi eru samþykki lóðarhafa, yfirlýsing um rafsegulgeislun og teikningar eftir Jóhann M. Kristinsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:55.