Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

469. fundur 13. nóvember 2013 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Austurvegur lnr. 175494 - umsókn um lóð undir skúr

Málsnúmer 2013110015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2013 þar sem Brynleifur Siglaugsson f.h. Hornsteins ehf., kt. 610612-0400, sækir um lóð undir skúr sem stendur á opnu svæði norðan Austurvegar í Hrísey.

Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu er ekki hægt að verða við beiðni um 300 til 600 fm lóð en skipulagsstjóri samþykkir lóð undir skúrinn af sömu stærð og hann er. Jafnframt er lóðarskrárritara falið að ganga frá lóðarsamningi.

2.Brekkugata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2013110029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. nóvember 2013 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Tryggvatorgs ehf., kt. 711202-2690, og Bárðar Guðmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á 2. og 3. hæð í Brekkugötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Hamarstígur 41 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2013110082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Helgu Hauksdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á gluggum og til að setja nýjar dyr á Hamarstíg 41. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hálönd, Hrímland 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. nóvember 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS-byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 16 við Hrímland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Í gildi eru nú þegar samþykktar teikningar af Hrímlandi 16 og byggingarleyfi hefur verið gefið út í samræmi við þá samþykkt. Þar sem umsækjandi hefur kært kröfu embættisins um loftræsingu úr eldhúsi til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála og niðurstaða liggur ekki fyrir um lyktir þess máls, hafnar skipulagsstjóri erindinu.

5.Miðhúsavegur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2013100281Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2013 þar sem Pálmi Þorsteinsson f.h. Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 1 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Innkomnar teikningar 8. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.