Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

463. fundur 02. október 2013 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Grímseyjargata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011030026Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 25. september 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Búvíss ehf., kt. 590106-1270, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Grímseyjargötu 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013080246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2013 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Hólabraut 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Karl-Erik Rocksén. Innkomnar teikningar 30. september 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

3.Krossanes 4 - aflþynnuverksmiðja - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN080138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2013 þar sem Björgvin Smári Jónsson, AVH, f.h. Krossanes eigna ehf., kt. 660707-0850, áður Becromal Properties ehf., sækir um leyfi fyrir girðingu umhverfis verksmiðju Becromal, Krossanesi 4. Meðfylgjandi er uppfærð afstöðumynd sem sýnir girðinguna.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Njarðarnes 8 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2013090269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Car-X ehf., kt. 490304-3390, sækir um leyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Skipagata 14 - umsókn um breytingar á 2. hæð

Málsnúmer 2012030083Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 1. október 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Einingar Iðju, kt. 570599-2599, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af innra skipulagi á 2. hæð að Skipagötu 14. Meðfylgjandi er teikning og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Fossatún 7 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2013100030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2013 þar sem Kristín Sigurðardóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um stækkun á bílastæði við Fossatún 7 til að auðvelda aðkomu með fatlað barn að húsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

7.Álfabyggð 4 - umsókn um leyfi fyrir garðskúr

Málsnúmer 2013070126Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 2. október 2013 þar sem Sigurgeir Svavarsson f.h. Reglu karmel systra ahgh. jesús, kt. 410601-3380, sækir um leyfi til að reisa garðskúr við Álfabyggð 4. Meðfylgjandi er teikning og samþykki lóðarhafa í Álfabyggð 2.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Hólmatún 2 - Naustaskóli umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011040011Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 1. október 2013 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar kt. 710501-2380, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af öðrum áfanga Naustaskóla að Hólmatúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Björgúlfsson dagsettar 16. september 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Daggarlundur 12 - breyting á skráningu

Málsnúmer 2012010086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2013 frá Hafþóri Helgasyni, kt. 140689-3789, og Helga Jónssyni, kt. 200562-2599, þar sem þeir óska eftir að Hafþór Helgason verði skráður einn sem lóðarhafi.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.