Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

453. fundur 24. júlí 2013 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Grundargerði 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2013 þar sem Fanney Valsdóttir f.h. Húsfélagsins Grundargerði 4, kt. 441093-2689, sækir um leyfi fyrir breytingum á þaki á Grundargerði 4. Meðfylgjandi er tilkynning um iðnmeistara og teikningar eftir Braga Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Hamarstígur 23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Gunnars Más Hansen sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 23 við Hamarstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Norðurtangi 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2011030080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2013 þar sem Kristinn Hreinsson f.h. Rafeyrar ehf., kt. 430594-2229, sækir um lóðina nr. 7 við Norðurtanga. Endurúthlutun.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Skipulags- og byggingarskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

4.Sporatún 21-29 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060524Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júlí 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Fjölnis hf., kt. 530289-2069, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Sporatúni 21-29 skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Steypustöð Akureyrar - rekstrarleyfi steypustöðvar

Málsnúmer 2013070096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2013 þar sem Þór Konráðsson f.h. Steypustöðvar Akureyrar ehf., kt. 540208-1150 sækir um að framlengja leyfi til reksturs steypustöðvar að Sjafnarnesi 2, Akureyri.
Meðfylgjandi er samræmismat fyrir steypuframleiðslu ásamt samningi við Mannvit hf. um gæðamat.

Skipulagsstjóri veitir hér með Steypustöð Akureyrar ehf., kt. 540108-1150, leyfi til reksturs steypustöðvar að Sjafnarnesi 2, Akureyri til 1. júlí 2016 eða þar til samningur við Mannvit hf. um gæðamat steypuframleiðslunnar rennur út.

Leyfið er gefið út með fyrirvara um að gerðar verði ráðstafanir til  að lagfæra þau atriði sem ekki eru í lagi, samanber samræmismat Mannvits.

Einnig er óskað eftir að gæðamatsskýrslur Mannvits verði sendar embættinu á tímabilinu.

6.Hrafnabjörg 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN090245Vakta málsnúmer

Erindi þar sem Viggó Benediktsson f.h. Höfðahúss ehf., kt. 551105-0750, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Hafsteinsson innkomnar 10. júlí 2013.
Innkomnar teikningar 24. júlí 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Undirhlíð 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. húsfélags í Undirhlíð 3, kt. 410212-2260, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 3 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 19. júlí 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.