Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

445. fundur 29. maí 2013 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Álfabyggð 2 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2013050205Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2013 þar sem Vésteinn Aðalgeirsson sækir um stækkun á bílastæði við Álfabyggð 2.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum ef með þarf.

2.Glerárgata 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2013 þar sem Bjarni Hafþór Helgason f.h. Fasteignafélagsins Klappa ehf., kt. 670505-2350, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á Glerárgötu 36. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Innkomnar teikningar 23. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Sómatún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120025Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 13. maí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Sverris Gestssonar sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Sómatúni 29.
Innkomnar teikningar 27. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Þórunnarstræti 93 - reyndarteikningar

Málsnúmer 2011040094Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri fór þann 18. apríl 2011 fram á uppfærða aðaluppdrætti af Þórunnarstræti 93 í tengslum við umsögn um rekstrarleyfi heimagistingar.
Innkomnar teikningar 26. mars og 22. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Bugðusíða 1, breyting - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN040205Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sjálfsbjargar Akureyri ehf., kt. 570269-2599, sækir um breytingar innanhúss á Bugðusíðu 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Glerárgata 26 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040201Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrabæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á 2. og 3. hæð að Glerárgötu 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson, gátlisti og samþykki eigenda.
Innkomnar teikningar 28. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Viðjulundur 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Rauða krossins á Akureyri, kt. 620780-3169, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar og breytinga á húsinu Viðjulundi 2. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 28. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Ráðhústorg 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2013 þar sem Emil Helgi Lárusson f.h. Serrano Íslands ehf., kt. 411002-2840, sækir um breytingar innanhúss á Ráðhústorgi 7.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu þar sem umbeðin gögn hafa ekki borist.

Fundi slitið - kl. 13:40.