Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

422. fundur 21. nóvember 2012 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Austurvegur 44 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2012080036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júlí 2012 þar sem Sigmar Jóhannes Friðbjörnsson, kt. 160369-4429, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 44 við Austurveg í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar og gátlisti 12. september, 30. október og 14. nóvember 2012.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3 Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangur og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Gata mánans 4 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2012090019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2012 þar sem Árni Árnason f.h. Eimskipa Ísland ehf., kt. 421104-3520, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 4 við Götu mánans. Óskað er eftir leyfi til að bæta við rými undir húsinu ætlað sem áhaldageymsla. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Jaðarsíða 6-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. nóvember 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga, kt. 490398-2519, óskar eftir breytingum á áður samþykktum teikningum á lóð nr. 6-12 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14 m2 herbergi.
4. Gr. 8.5.2. Gler.
5. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr. 13.2.1. til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Þrumutún 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN060603Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum, að lækka gólfkóta um 25 sm og breyta uppbyggingu útveggja á lóð nr. 2 við Þrumutún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Stóragerði 17 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012070002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2012 þar sem Árni Traustason f.h. Gísla Einars Árnasonar, kt. 230474-4009, sækir um byggingarleyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss og að breyta gluggum á norðurhlið hússins að Stóragerði 17. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Traustason. Innkomnar teikningar og gátlisti 15. nóvember 2012.
Einnig er óskað eftir undanþágu frá byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. 6.1.3. Krafa um algilda hönnun, liður h.
2. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. 6.4.4. Algild hönnun.
4. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
5. 7. kafli. Útisvæði og mannvirki.
6. 8. kafli. Burðarþol og stöðugleiki.
7. 9. kafli. Varnir gegn eldsvoða.
8. 10. kafli. Hollusta heilsa og umhverfi.
9. 11. kafli. Hljóðvist.
10. 12. kafli. Öryggi við notkun.
11. 13.2 kafli. Heildarorkuþörf, ákvörðun U-gilda og heildarleiðnitap.
12. 13.3 kafli. Mesta leiðnitap byggingarhluta.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Ásatún 28-32 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Trésmiðjunnar Fjölnis, kt. 530289-2069, sækir um byggingarleyfi á lóðum nr. 28-32 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangur og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Þverholt 6 - skjólgirðing yfir hæðarmörkum

Málsnúmer 2012080094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2012 þar sem Inga St. Hauksdóttir, kt. 290778-3529, Ægir Adolf Árelíusson, kt. 130275-3549, og Aðalheiður Jóhannsdóttir, kt. 040553-2669 sækja um leyfi fyrir sólpalli og skjólvegg allt að 2.40 m á hæð við hús sitt nr. 6 við Þverholt. Meðfylgjandi er riss og lýsing ásamt samþykki nágranna.

Skjólveggur meðfram götu er 2.46 m á hæð miðað við innsend gögn.

Skipulagsstjóri getur ekki fallist á umbeðna hæð skjólveggjar en samþykkir hæð allt að 1.80 m frá gangstéttarhæð.

8.Ásatún 20-26 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. húsbygginga, kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 20-26 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.