Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

414. fundur 19. september 2012 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Furuvellir 3 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012090181Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Straumrásar ehf., kt. 651185-0849, sækir um leyfi fyrir breytingum á 2. hæð ásamt nýjum gluggum og svölum að Furuvöllum 3. Óskað er eftir að erindið verði afgreitt samkvæmt eldri byggingarreglugerð þar sem húsið er hannað árið 1966. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

2.Daggarlundur 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012080098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2012 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Hafþórs Helgasonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 12 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 5. og 18. september 2012.
Sótt er um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1) Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2) Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala og garðdyr.
3) Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4) Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5) Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6) Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7) Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8) Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Hafnarstræti 91 - umsókn um leyfi fyrir breytingum á 2., 3. og 4. hæð

Málsnúmer 2012080048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Reita 1 ehf., kt. 510907-0940, óskar eftir leyfi til að bæta við svölum á 2., 3. og 4. hæð, bæta við baðherbergi á 4. hæð og endurnýja lyftu að Hafnarstræti 91. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar, og umsókn um undanþágur og hönnunarstjóra 18. september 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum að stálsvölum en frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

4.Álfabyggð 4 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN090237Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar reyndarteikningar eftir Loga Má Einarsson 10. september 2012 af Álfabyggð 4.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Þórunnarstræti 121 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012080124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2012 þar sem húsfélagið að Þórunnarstræti 121, kt. 620311-0220, sækir um að stækka bílastæði framan við húsið að Þórunnarstræti 121. Meðfylgjandi er teikning eftir Rögnvald Harðarson. Innkomin ný teikning 12. september 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.