Málsnúmer 2012070005Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 2. júlí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingafélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við Sporatún 1-9. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 30. júlí 2012.
Sótt er um undanþágur frá eftirtöldum greinum gildandi byggingarreglugerðar:
1. Gr.6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr.6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr.6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14 m² herbergi.
4. Gr.8.5.2. Gler.
5. Gr.9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr.13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildar orkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.