Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

398. fundur 23. maí 2012 kl. 13:00 - 13:50 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Safírstræti 2 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN100060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2010 þar sem Páll Alfreðsson, kt. 150845-2039, sækir um að vera byggingarstjóri við Reiðhöllina að Safírstræti 2. Innkomin staðfesting á starfsábyrgðartryggingu, þann 21. maí 2012, fyrir Hlaðir byggingarfélag ehf, kt. 540104-2390, þar sem Páll Alfreðsson er tilgreindur umsjónarmaður fyrir Hlaðir. Tryggingin tekur til uppsetningar á veggjum í reiðhöllinni.

Skipulagsstjóri samþykkir Hlaðir byggingarfélag ehf., sem byggingarstjóra vegna uppsetningar veggja í reiðhöllinni í umsjón Páls Alfreðssonar.

2.Eyrarlandsvegur 25 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012050188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2012 þar sem Jón Þór Sverrisson, kt. 061250-2399, sækir um að breyta staðsetningu bílastæðis og úrtöku á kantsteini við húsið að Eyrarlandsvegi 25, aðkoma að bílastæði er frá Barðstúni. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Norðurgata 48 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012050189Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2012 þar sem Stefán Steingrímsson, kt. 151069-5099, og Gunnar L. Eiríksson, kt. 230758-2209, sækja um að gera bílastæði fyrir tvo bíla framan við húsið að Norðurgötu 48. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu þar sem umsækjendur þurfa að vera þinglýstir eigendur eignarinnar.

4.Eiðsvallagata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir anddyri

Málsnúmer 2012010357Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Andrésar Magnússonar, kt. 021161-4899, sækir um leyfi til að byggja nýtt anddyri og tröppur við hús sitt að Eiðsvallagötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 18. maí 2012 og umsókn um undanþágu frá nýrri byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h.
2. Gr. 4.4.4. Gangar og anddyri.
3. Gr. 6.7.2 Algild hönnun.
4. Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildar leiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Eyjafjarðarbraut - umsókn um breytta skráningu á flugskýli 10.

Málsnúmer 2012050134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Flugfélags Íslands ehf., kt. 530575-0209, sækir um að eigninni Flugskýli 10 við Akureyrarflugvöll lnr. 194632 verði skipt upp í tvær eignir, þannig að mhl. 01, flugskýli, verði ein eign og mhl. 02, tengigangur, verði önnur eign.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Hafnarstræti 98 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011080075Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 23. ágúst 2011 þar sem Sara Axelsdóttir f.h. Akureyri Backpackers ehf., 450711-1360, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hafnarstræti 98. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Söru Axelsdóttur dagsettar 15. júlí 2011. Innkomnar nýjar teikningar 3. maí 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

7.Sómatún 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012010385Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Ásmundur Agnarsson, kt. 240467-4299, og Eygló Ólafsdóttir, kt. 211166-5419, sækja um stækkun lóðar nr. 2 við Sómatún í samræmi við núgildandi deiliskipulag Naustahverfis, 2. áfanga, eins og fram kemur á meðfylgjandi lóðarblaði.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Höfðahlíð 15 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012050160Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Halldór Gestsson, kt. 301056-4789, sækir um að stækka bílastæði í framhaldi af að skipt verður um kaldavatnslögn framan við húsið að Höfðahlíð 15. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu þar sem umsækjendur þurfa að vera þinglýstir eigendur eignarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:50.