Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

388. fundur 07. mars 2012 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Búðarfjara 3 - umsókn um leyfi fyrir útidyra-skyggni

Málsnúmer 2012020111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2012 þar sem Baldur Sigurðsson sækir um leyfi fyrir skyggni yfir inngang húss síns og breytingu á þakglugga að Búðarfjöru 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggvi Tryggvason.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Granaskjól 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. G. Hjálmarssonar hf., kt. 630196-3619, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Huldugil 64 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012010258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2012 þar sem Halldór Jóhannsson og Erla Árnadóttir óska eftir stækkun á lóð sinn að Huldugili 64 til samræmis við núgildandi deiliskipulag Giljahverfis.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að láta þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
 

4.Gránufélagsgata 10 - beiðni um umsögn - rekstrarleyfi

Málsnúmer 2012020130Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 14. febrúar 2012 óskar sýslumaðurinn á Akureyri umsagnar um umsókn Friðriks Árna Pedersen f.h. Púls ehf., kt. 691111-0590, um rekstrarleyfi skv. veitingastaðaflokki III en um er að ræða krá að Gránufélagsgötu 10.

Skipulagsstjóri getur ekki fallist á að gefið verði út rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III þar sem ekki liggur fyrir hljóðskýrsla fyrir staðinn og ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir breyttri notkun hússins.

5.Skútagil 5 - umsókn um leyfi fyrir geymslu í risi

Málsnúmer 2012020282Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Stefáns Austfjörð Gunnarssonar og Guðrúnar Óskar Sigurvinsdóttur sækir um leyfi fyrir geymslulofti og glugga í risi yfir íbúð þeirra að Skútagili 5. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti, einnig skriflegt leyfi íbúa hússins.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Tónatröð 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011120066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2012 þar sem Stefán Einarsson f.h. Reisum ehf, kt. 470809-0270, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir nýbyggingu á lóð nr. 5 við Tónatröð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Stefán Ingólfsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Tungusíða 6 - umsókn um leyfi fyrir snyrtistofu í bílgeymslu

Málsnúmer 2012030024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Snyrtistofu Gunnhildar slf., kt. 680212-0660, óskar eftir bráðabirgðaleyfi til 5 ára til að starfrækja snyrtistofu í bílgeymslu að Tungusíðu 6. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason og skriflegt samþykki nágranna og eiganda neðri hæðar. Innkomin umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu 28. febrúar 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

8.Vestursíða 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100301Vakta málsnúmer

Innkomin breytt brunahönnun fyrir Vestursíðu 9, 24. febrúar 2012, dagsett 3. október 2011, hönnuður Tómas Búi Böðvarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Hafnarstræti 107 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011080011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. ágúst 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna ríkissjóðs, kt. 690981-0259, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að Hafnarstræti 107 á innra skipulagi, gluggum og lyftu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar og 5. mars 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Gránufélagsgata 46 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2012020039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Skjaldborgar Kröfuhafa félags 10, kt. 610510-2130, óskar eftir leyfi fyrir breytingu á notkun á húsi nr. 46 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 6. mars 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Goðanes 6 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012020193Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Raven ehf., kt. 440209-0840, og Þórodds Gunnþórssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum inni í bilum 0104 og 0112. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. mars 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Jaðarsíða 6-12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu

Málsnúmer 2012030065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Hagviðar ehf., kt. 450808-0750, sækir um leyfi fyrir breytingum frá áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er umsókn um að fara eftir eldri byggingareglugerð 441/1998.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

13.Þórunnarstræti 93 - uppfærðra teikninga krafist

Málsnúmer 2011040094Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri hefur þann 18. apríl 2011 farið fram á uppfærða aðaluppdrætti af Þórunnarstræti 93 í tengslum við umsögn um rekstrarleyfi heimagistingar.
2. mars 2012 er innkomið bréf frá Láru Maríu Ellingsen þar sem hún óskar eftir fresti til loka september 2012 vegna breyttra aðstæðna til að skila uppfærðum teikningum.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

14.Sunnuhlíð 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum í hluta 0112

Málsnúmer 2011120083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Ingþórs Arnar Valdimarssonar sækir um leyfi fyrir breytingum í hluta 0112 að Sunnuhlíð 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomin umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 15. desember 2011. Innkomið samþykki húsfélags.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

15.Fossagil 12 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012010256Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. febrúar 2012 þar sem Aðalsteinn Ingi Pálsson og Kristín Steindórsdóttir sækja um stækkun lóðar sinnar að Fossagili 12 til samræmis við núgildandi deiliskipulag Giljahverfis.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að láta þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

16.Vesturgil 14-16 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012010272Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. febrúar 2012 þar sem Andrea K. Bjarnadóttir og Gutti Guttesen eign: 01 0101, Kristín Bergþóra Jónsdóttir og Tryggvi Haraldsson eign: 02 0101, sækja um stækkun lóðar að Vesturgili 14-16 til samræmis við núgildandi deiliskipulag Giljahverfis.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að láta þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

17.Sunnuhlíð 12 - umsókn um leyfi fyrir líkamsræktarstöð í hluta 0003.

Málsnúmer 2012030025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Víking Gym c/o Sigfúsar Fossdal óskar eftir leyfi til að starfrækja líkamsræktarstöð í hluta 0003 í Sunnuhlíð 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason og skriflegt samþykki húsfélags Sunnuhlíðar 12. Innkomin umsögn frá Heilbrigðiseftirliti 6. mars 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

18.Hafnarstræti 107 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011080011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2012 þar sem Tréverk ehf., kt. 660269-2829, sækir um að vera byggingarstjóri við endurbætur að Hafnarstræti 107. Umboð hefur Björn Friðþjófsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

19.Tryggvabraut 5 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN100073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2012 þar sem ÁK smíði, kt. 450404-2840, sækir um að vera byggingarstjóri við endurbætur að Tryggvabraut 5. Umboð hefur Ármann Ketilsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

20.Helgamagrastræti 13 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2012010282Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2012 þar sem Jóhann Svanur Stefánsson sækir um að vera byggingarstjóri við endurbætur á Helgamagrastræti 13.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.