Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

385. fundur 15. febrúar 2012 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Tjarnartún 25 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2012 þar sem Viðar Þór Pálsson og Sólveig Styrmisdóttir sækja um lóð nr. 25 við Tjarnartún. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Íslandsbanka.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

2.Tjarnartún 27 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2012 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Fjölnis ehf. sækir um lóð nr. 27 við Tjarnartún. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Landsbankanum.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

3.Krókeyrarnöf 15 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011120018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2012 þar sem Páll Alfreðsson sækir um að vera byggingarstjóri yfir jarðvegsskiptum fyrir nýbyggingu á lóð nr. 15 við Krókeyrarnöf.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Tónatröð 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011120066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Stefán Einarsson f.h. Reisum ehf., kt. 470809-0270, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 5 við Tónatröð. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Stefán Ingólfsson. Innkomnar nýjar teikningar 1. og 15. febrúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Einnig samþykkir skipulagsstjóri að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum og plötu þegar gjaldfallnar skuldir á lóðina eru greiddar og umsækjandi hefur reist öryggisgirðingar á byggingarstað.

5.Gránufélagsgata 46 - raunteikningar

Málsnúmer 2012020039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Skjaldborgar kröfuhafa félags 10, kt. 610510-2130, leggur inn til yfirferðar raunteikningar af Gránufélagsgötu 46. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Daggarlundur 14 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012020077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Kristins Smára Sigurjónssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 14 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

7.Hafnarstræti 107 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011080011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. ágúst 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna ríkissjóðs, kt. 690981-0259, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að Hafnarstræti 107, á innra skipulagi, á gluggum og lyftu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2012.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

8.Rauðamýri 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbótum

Málsnúmer 2012020105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Jóns Björns Arasonar sækir um byggingarleyfi fyrir endurbótum á húsinu að Rauðumýri 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsstjóri samþykkir að veita umsækjanda takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á burðarsúlum en frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

9.Glerárgata 24 - umsókn um endurnýjun á gluggum

Málsnúmer 2012020085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. KPMG ehf., kt. 590975-0449, og LF2 ehf., kt. 691206-4750, óska eftir leyfi til að endurnýja glugga á 2., 3. og 4. hæð hússins að Glerárgötu 24. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Krókeyri 2 - leyfi fyrir skilti við Drottningarbraut

Málsnúmer 2012020094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2012 þar sem Teiknistofan Kollgáta f.h. Mótorhjólasafns Íslands, kt. 601207-2060, óskar eftir leyfi til að setja upp skilti við gatnamót Krókeyrar og Drottningarbrautar. Meðfylgjandi er tillöguteikning.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu og bendir á að þjónustuskilti skulu vera innan lóða, sbr. samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar.

11.Tónatröð 5 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011120066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. febrúar 2012 þar sem Hreinn Júlíusson sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu að Tónatröð 5. Innkomið starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun 13. febrúar 2012 og trygging 15. febrúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Urðargil 12 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012010267Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar þar sem Árni Kristjánsson og Heiða Kristín Jónsdóttir sækja um stækkun lóðar sinnar að Urðargili 22 í samræmi við deiliskipulag Giljahverfis.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að láta þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

13.Skipagata 14 - umsókn um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð

Málsnúmer 2012020009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. febrúar 2012 þar sem Sigurður Halldórsson f.h. Eignarhaldsfélagsins Fasteigna hf., kt. 601202-3280, og Alþýðuhússins Akureyri, kt 630786-2159, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss á 1. hæð hússins að Skipagötu 14. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Sigurð Halldórsson. Einnig er meðfylgjandi minnisblað um breytingu á burðarvirki eftir Benjamín Inga Böðvarsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. febrúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.