Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

355. fundur 06. júlí 2011 kl. 13:00 - 15:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Borgarsíða 12 - umsókn um leyfi fyrir hárgreiðslustofu

Málsnúmer BN100227Vakta málsnúmer

Innkomin reyndarteikning af hárgreiðslustofu í Borgarsíðu 12 eftir Harald Árnason móttekin 1. júlí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir teikninguna.

2.Fossatún 1 - umsókn um garðhús

Málsnúmer 2011070002Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 29. júní 2011 þar sem Gunnþór Þórarinsson sækir um leyfi til að reisa garðskúr á lóð sinni nr. 1 við Fossatún. Meðfylgjandi er afstöðumynd og á henni samþykki nágranna.

Staðgengill skipulagsstjóra hafnar erindinu þar sem fjarðlægðir standast ekki kröfur Mannvirkjastofnunar, sbr. leiðbeiningablað.

3.Frostagata 6c - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011060026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Rafmanna ehf., kt. 411297-2419, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss að Frostagötu 6c. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ingólf Guðmundsson. Innkomin umsögn vinnueftirlits 30. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

4.Glerárgata 34 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN110027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2011 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, sækir um að vera byggingarstjóri yfir breytingum á húsinu nr. 34 við Glerárgötu. Umboð hefur Örn Jóhannsson. Innkomið starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Hafnarstræti 107b - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011060073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júní 2011 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, sækir um leyfi til breytinga og lagfæringa á húsinu að Hafnarstræi 107b. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki frá Húsfriðunarnefnd og Minjaverði Norðurlands eystra, teikningar eftir Svein Valdimarsson og nánari skýringar í bréfi. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Helgamagrastræti 53 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskýli á svölum

Málsnúmer 2011060089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2011 þar sem Haukur Haraldsson f.h. sex íbúðareigenda að Helgamagrastræti 53 sækir um leyfi fyrir sólskýli á svölum íbúða þeirra. Þeir eru Rannveig Guðfinnsdóttir í íbúð 02-01, Þórveig Hallgrímsdóttir í íbúð 02-04, Rögnvaldur Þórhallsson og Unnur Björnsdóttir í íbúð 02-05, Steindór Ólafur Kárason og Jóna Þórðardóttir í íbúð 03-01, Ingi Kristján Pétursson í íbúð 03-02 og Heiða Karlsdóttir í íbúð 03-03. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Kaupangur v/Mýrarveg - umsókn um leyfi til breytinga í rými 0106

Málsnúmer 2011060083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sigurpáls Árna Aðalsteinssonar sækir um að breyta rými 0106 í Kaupangi v/ Mýrarveg í ísbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

8.Óseyri 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2011040112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2011 þar sem Ragnar A Birgisson f.h. Reita 1, kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss að Óseyri 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar A Birgisson. Innkomnar nýjar teikningar 30. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

9.Sómatún 2 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060296Vakta málsnúmer

Innkomin reyndarteikning frá Loga Má Einarssyni fyrir Sómatún 2, móttekin 30. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir teikninguna.

10.Sporatún 11-19 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011060094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2011 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir að vera byggingarstjóri yfir nýbyggingunni nr. 11-19 við Sporatún. Umboð hefur Helgi Snorrason. Meðfylgjandi er starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

11.Sporatún 11-19 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011060094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2011 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 11-19 við Sporatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 1. júlí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

12.Helgamagrastræti 42 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2011070011Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 5. júlí 2011 þar sem Tryggvi J. Ómarsson óskar eftir leyfi til að útbúa bílaplan fyrir framan hús sitt nr. 42 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda vantar.

13.Klettastígur 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og fl.

Málsnúmer 2011060097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Jóns Harðarsonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á austurhlið og ýmsum breytingum að Klettastíg 14. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki meðeigenda.

14.Hólabraut 13 - fyrirspurn um milliloft

Málsnúmer 2011070016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júlí 2011 þar sem Jóhann E Jónsson f.h. Þórhalls Arnórssonar leggur inn fyrirspurn um milliloft í sal á efri hæð að Hólabraut 13. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jóhann E Jónsson.

Staðgengill skipulagsstjóra tekur neikvætt í erindið þar sem lofthæðir standast ekki kröfur byggingarreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 15:00.