Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

342. fundur 30. mars 2011 kl. 13:00 - 13:55 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geislagata 10 - umsókn um breytingu á 1. hæð

Málsnúmer 2011030021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Hjá Beggu ehf., kt. 670209-2370, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á 1. hæð að Geislagötu 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Þrastarlundur 3-5 - umsókn um byggingarleyfi og breytingar

Málsnúmer 2011030150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2011 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, og Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, kt. 510211-0140, sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingu við hús nr. 3-5 við Þrastarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur dagsettar 14.03.2011.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Huldugil 19. - Umsókn um byggingarleyfi sólskála

Málsnúmer BN100235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Jóns Kjartans Jónssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Hafnarstræti 82 - umsókn um að innrétta gistiheimili

Málsnúmer BN110029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2011 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Gunnars Magnússonar sækir um byggingarleyfi til að innrétta gistiheimili á 2. hæð í Hafnarstræti 82. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson. Innkomin teikning og samþykki meðeiganda hússins 11. mars 2011. Innkomnar nýjar teikningar 25. mars 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Geislagata 9 - umsókn um byggingarleyfi - breytingar 1. hæð

Málsnúmer 2011030153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2011 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð í Ráðhúsinu að Geislagötu 9. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Austursíða 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á mátlínum 5-8 og 15-17

Málsnúmer 2011030159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2011 þar sem Ragnar A Birgisson f.h. Reita 1, kt. 510907-0940, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss á milli mátlína 5-8 og 15-17 að Austursíðu 2. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og gátlisti eftir Ragnar A Birgisson. Innkomnar nýjar teikningar 25. og 29. mars 2011.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

7.Hlíðarfjallsvegur - Glerá - umsókn um yfirferð á teikningum

Málsnúmer 2011030103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. mars 2011 þar sem Hrafnkell Sigtryggsson óskar eftir breytingum á einbýlishúsinu að Glerá 2 - 146927 við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem herbergi í kjallara og ný herbergi á efri hæð standast ekki kröfur byggingarreglugerðar, sjá rökstuðning á fylgiblaði.

8.Rauðamýri 18. - Umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN100200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2011 þar sem Virkni eignarhaldsfélag ehf., kt. 520809-0580, sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu bílgeymslu að Rauðumýri 18. Umboð hefur Sigurgeir Arngrímsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Geislagata 7 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN100132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2011 þar sem Jóhannes Halldórsson sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar að Geislagötu 7.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Grímseyjargata 1 - byggingarstjóri

Málsnúmer 2011030026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2011 þar sem Sigurður Óli Þórisson sækir um að vera byggingarstjóri yfir nýbyggingu við Grímseyjargötu 1. Innkomið starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun 30. mars 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:55.