Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

341. fundur 23. mars 2011 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Furulundur 10 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN110011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2011 þar sem Kristján Jónasson sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar á Furulundi 10.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Hólabraut, landnr. 148288 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar

Málsnúmer BN100161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. desember 2010 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir lyftu og breytingum til að bæta aðstöðu keppenda og annarra notenda áhorfendastúkunnar á íþróttavellinum við Hólabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 11. janúar 2011.
Erindið var grenndarkynnt frá 14. janúar 2011 með athugasemdafresti til 11. febrúar 2011.
Engin athugasemd barst. Innkomnar nýjar teikningar 3. mars 2011. Innkomnar nýjar teikningar 18. mars 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Hólabraut, landnr. 148288 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN100161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2011 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um að vera byggingarstjóri við endurbætur á stúkunni við Íþróttavöllinn að Hólabraut lnr. 148288. Umboð hefur Valþór Brynjarsson, kt. 240463-5209.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Skálateigur 3-7 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN020092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2011 þar sem innkomnar eru reyndarteikningar af aðalteikningum fyrir Skálateig 3-7 frá Teiknistofunni ehf., áritaðar af Ivon S. Cilia. Innkomnar nýjar teikningar og skráningartafla 21. mars 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Óseyri 5 - umsókn um yfirferð raunteikninga fyrir eignaskiptasamning

Málsnúmer 2011030024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Hringbergs ehf., kt. 480607-0900, sækir um breytingar á húsinu Óseyri 5 vegna skiptingar hússins í 5 eignir. Innkomnar nýjar teikningar 8. mars 2011. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 16. mars 2011. Innkomin umsögn Vinnueftirlits ríkisins 22. mars 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Norðurtangi 3 - byggingarleyfi vörumóttöku

Málsnúmer BN100057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2011 þar sem Íslandspóstur hf., kt. 701296-6139, leggja inn reyndarteikningar af Norðurtanga 3 eftir Tryggva Tryggvason.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Geislagata 10 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011030021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2011 þar sem Stefán K. Ólafsson sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar að Geislagötu 10. Innkomin staðfesting á byggingarstjóratryggingu frá TM.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Skólastígur 4, Íþróttahöll - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN110005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2011 þar sem Fasteignir Akureyrar, kt. 710501-2380, óska eftir að vera byggingarstjóri yfir breytingu í kjallara að Skólastíg 4. Umboð hefur Valþór Brynjarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Tungusíða 24 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011030132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2011 þar sem Máni Jökulsson f.h. Gunnars Sveinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðhaldi og breytingum að Tungusíðu 24. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Harald Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

10.Skólastígur 4, Íþróttahöll - umsókn um breytingar í kjallara

Málsnúmer BN110005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í kjallara á Íþróttahöllinni að Skólastíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson dagsettar 25.01.2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Frostagata 4c - gámar

Málsnúmer BN020223Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2011 þar sem Bjarni Hallgrímssson og Stefán Jóhannesson eigendur að eignarhlutum 105 og 106 að Frostagötu 4c óska eftir stöðuleyfi fyrir gáma á svæði við austurgafl hússins. Meðfylgjandi er grunnmynd, afstöðumynd og eignaskiptayfirlýsing.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir tvo gáma skv. meðfylgjandi teikningu til 1. apríl 2012.

12.Frostagata 6c - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011030120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2011 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Rafmanna ehf., kt. 411297-2419, sækir um lóðarstækkun 58,0 fermetra til norðurs við núverandi lóð nr. 6c við Frostagötu. Fyrirhuguð er viðbygging við norðurgafl hússins að grunnfleti um 105,0 fermetrar. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir fjórum bílastæðum á suðurenda núverandi lóðar. Meðfylgjandi er loftmynd.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem umbeðin lóðarstækkun skarast yfir á þegar úthlutaða lóð. 

Fundi slitið - kl. 14:00.