Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

336. fundur 16. febrúar 2011 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía G. Sigmundsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Þingvallastræti 23. - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer BN100241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af breytingum á húsinu að Þingvallastræti 23. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Mótteknar leiðréttar teikningar 8. febrúar 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Hlíðarendi land 2 - Hálönd. - Umsókn um byggingarleyfi, matshluti 2.

Málsnúmer BN110014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. janúar 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu smágistihúss matshluti 2 á lóðinni Hlíðarenda, landi 2, Hálöndum. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 07. febrúar 2011.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Hjalteyrargata 12. - Umsókn um breytingar og viðhald.

Málsnúmer BN100035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2010 þar sem Haraldur Árnason f.h. Súlna Björgunarsveitarinnar á Akureyri, kt. 640999-2689, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss, að utan verði húsið klætt og einangrað og gluggar og hurðir endurnýjaðar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 20. ágúst 2010 og 23. ágúst 2010. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 27. ágúst 2010. Innkomnar nýjar teikningar 14. janúar 2011 og 11. febrúar 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Hólabraut 16 - breytingar. Umsókn um innanhússbreytingar.

Málsnúmer BN110033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2011 þar sem Jónas Karlesson f.h. Áfengis-/tóbaksverslunar ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Karl-Erik Rocksén.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Þórunnarstræti 120 - Umsókn um breytingar.

Málsnúmer BN110035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2011 þar sem Hugrún Villa Ingudóttir sækir um að gera hurðargat gegnum burðarvegg í íbúð sinni að Þórunnarstræti 120. Meðfylgjandi er grunnmynd.

Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir uppfærðum aðalteikningum.

6.Undirhlíð 3 - Efnislosun úr grunni bílgeymslu.

Málsnúmer 2011020083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2011 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggir ehf., sækir um leyfi fyrir afsetningu efnis norðan við lóð nr. 1-3 við Undirhlíð. (efnið er úr grunni bílgeymslu)

Skipulagsstjóri samþykkir heimild til efnislosunar. Verkið verði unnið í samræmi við mæliblað og í nánu samráði við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar hvað varðar efnismagn og frágang svæðis, þ.m.t. vegna hugsanlegra breytinga á frárennslislögnum.  

7.Undirhlíð 3 - Umsókn um graftrarleyfi fyrir bílgeymslu.

Málsnúmer 2011020080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2011 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi fyrir bílgeymslu við Undirhlíð 3.

Skipulagsstjóri veitir heimild til jarðvegsskipta fyrir bílgeymslu við hús nr. 3 við Undirhlíð ásamt staðsetningu bílastæðis suðvestan bílgeymslu, utan girðingar. Jarðvegsskiptin skulu gerð í samráði og undir eftirliti verkfræðistofunnar Mannvits f.h. Akureyrarbæjar. 
Að öðru leiti gilda ákvæði staðfests deiliskipulags fyrir svæðið. Sérstaklega er bent á ákvæði 5.2  í skilmálum sem fjalla um jarðvegsframkvæmdir, grundun fjölbýlishússins og kostnað vegna eftirlits.

Fundi slitið - kl. 14:20.