Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

346. fundur 04. maí 2011 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Norðurgata 11 - umsókn um afskráningu á skúr

Málsnúmer 2011050003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2011 þar sem Anna Hermannsdóttir óskar eftir að skúr sem staðsettur var og skráður við eign hennar að Norðurgötu 11 verði afskráður og það tilkynnt til Fasteignaskrá Íslands þar sem búið er að rífa skúrinn.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Skólastígur 4 - Íþróttahöllin - raunteikningar og brunahönnun

Málsnúmer BN110020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2011 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, leggur inn raunteikningar og brunahönnun fyrir Íþróttahöllina að Skólastíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson dags. 11. janúar 2011 og brunahönnun frá Tómasi Búa Böðvarssyni dags. 1. mars 2011. Innkomnar nýjar teikningar 15. febrúar 2011.
Innkomnar nýjar teikningar 1. mars 2011

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Sörlaskjól 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús

Málsnúmer 2011040070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2011 þar sem Pétur Vopni Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu hesthúss við Sörlaskjól 9. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Braga Þór Haraldsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

4.Þrastarlundur 3-5 - umsókn um byggingarleyfi og breytingar

Málsnúmer 2011030150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2011 þar sem Ríkissjóður Íslands, kt. 540269-6459, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingu við hús nr. 3-5 við Þrastarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur dagsettar 14. mars 2011. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu. Innkomnar nýjar teikningar 8. apríl 2011. Innkomnar nýjar teikningar 2. maí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Eyrarlandsvegur 28 - Möðruvellir, umsókn um byggingarleyfi fyrir lyftu

Málsnúmer 2011040102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2011 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Fasteigna Ríkissjóðs, kt. 690981-0259, sækir um leyfi til að setja upp hjólastólalyftu í Möðruvöllum að Eyrarlandsvegi 28. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Gísla Kristinsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Óseyri 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar innanhúss og notkun

Málsnúmer 2011040112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2011 þar sem Ragnar A Birgisson f.h. Reita 1, kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss að Óseyri 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar A Birgisson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

7.Vestursíða 1a - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á þakrými

Málsnúmer 2011050006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2011 þar sem Bjarn Reykjalín f.h. Eyglóar B Björnsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þakrými að Vestursíðu 1a. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Bjarna Reykjalín.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

8.Höfðagata 1 - Umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011040132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2011 þar sem Fjölnir ehf., kt. 530289-2069, sækir um að vera byggingarstjóri við viðbyggingu Kapellunnar að Höfðagötu 1. Umboð hefur Magnús Guðjónsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

9.Ytra-Krossanes - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2011040141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. apríl 2011 þar sem Guðmundur Karlsson sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir reykgám í landi Krossaness næstu tvö ár.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

10.Duggufjara 2 - Fyrirspurn um útihurð

Málsnúmer 2011050004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2011 þar sem Leifur Þormóðsson óskar eftir leyfi til að setja útihurð út af baði á 1. hæð að Duggufjöru 2. Meðfylgjandi er útlitsmynd.

Staðgengill skipulagsstjóra tekur jákvætt í erindið en sækja skal um byggingarleyfi með fullgildum aðalteikningum.

11.Skarðshlíð - Þórsvöllur - umsókn um stöðuleyfi gáma

Málsnúmer 2011050028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2011 þar sem Sigfús Ólafur Helgason f.h. Íþróttafélagsins Þórs, kt. 710269-2469, sækir um bráðabirgðastöðuleyfi frá 5. maí 2011 til 1. október 2011 fyrir tveimur 20 feta gámum hvorum ofan á öðrum á austurkanti Þórsvallar við Skarðshlíð. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir tímabundið stöðuleyfi til 1. október 2011.

12.Oddeyrargata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hurð

Málsnúmer 2011040118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2011 þar sem Lena Magnúsdóttir f.h. Starfsmannafélags Icelandair, kt. 650679-0329, sækir um byggingarleyfi til að breyta glugga á suðurhlið Oddeyrargötu 1 í hurð og byggja pall utanvið. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Harald Ingvarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

13.Drekagil 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir garðhús

Málsnúmer 2011040083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2011 þar sem Jón Ragnarsson sækir um að byggja garðhús ca. 5-6 ferm. í garði sínum við Drekagil 10. Meðfylgjandi eru afstöðumynd, húslýsing og skriflegt samþykki eigenda Drekagils 12. Innkomið skriflegt samþykki íbúa Drekagils 14 og 16. 4. maí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

14.Hjalteyrargata 12 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN110028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. janúar 2011 þar sem L & S verktakar ehf., kt. 680599-2629, sækja um að vera byggingarstjóri yfir breytingum á Hjalteyrargötu 12. Meðfylgjandi er starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.