Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

608. fundur 10. nóvember 2016 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Fjölnisgata 6e - fyrirspurn

Málsnúmer 2015030269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2016 þar sem Steinmar Rögnvaldsson fyrir hönd Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, leggur inn fyrirspurn um uppsetningu á iðnaðarhurð á húsi nr. 6e við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda fyrir hurðinni.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið en mælst er til að útlit hurðar verði í samræmi við útlit í bili h. Sækja þarf um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum.

2.Langholt 16 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016110048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. nóvember 2016 þar sem Friðþór Smárason leggur inn fyrirspurn um breytta skráningu á bílskúr sem er skráður sem verslun, verði skráður sem íbúðarrými.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem lofthæð í núverandi bílgeymslu leyfir ekki innréttingu íbúðarrýmis. Þar sem ekki er verslun í rýminu verður skráningu breytt í bílgeymslu sbr. samþykktar teikningar.

3.Grænamýri 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016090149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2016 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Harrys Ólafssonar og Ásdísar Ívarsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki á húsi nr. 3 við Grænumýri. Innkomnar nýjar teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Strandgata 149566 - Oddeyrarskáli - breytingar innanhúss

Málsnúmer 2016100162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2016 þar sem Garðar Halldórsson fyrir hönd Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520, sækir um leyfi til að breyta skipulagi starfsmannaaðstöðu í Strandgötu lnr. 149566 - Oddeyrarskáli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Garðar Halldórsson. Innkomnar nýjar teikningar 8. nóvember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Glerárgata 32 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016070123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd G32 fasteigna ehf., kt. 590516-0140, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við Glerárgötu 32. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Skipagata 5 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2012121091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Grand ehf., kt. 670295-3119, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Skipagötu 5. Um er að ræða breytingu á fyrirhugaðri notkun 1. hæðar úr veitingahúsi í verslun. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 31. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Helgamagrastræti 15 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016110049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. nóvember 2016 þar sem Ásgeir Högnason og Sigurlaug Indriðadóttir sækja um að gera bílastæði á norðurhluta lóðarinnar nr. 15 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem vinnureglur um bílastæði og úrtök á kantsteini eru í vinnslu. Jafnframt óskar embættið eftir skriflegu samþykki meðeigenda í húsinu.

Fundi slitið - kl. 14:00.