Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

594. fundur 21. júlí 2016 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hrafnaland 1 - Hálönd - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015050083Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 11. júlí 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, sækir um breytingar á staðsetningu bílastæðis frá áður samþykktum teikningum fyrir frístundahúsi á lóð nr. 1 við Hrafnaland.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Jörvabyggð 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016030036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2016 þar sem Birgi Ágústsson f.h. Hannesar Kristjánssonar sækir um stækkun á bílskúr og yfirbyggingu gangs við hús nr. 5 við Jörvabyggð. Innkomnar teikningar 11. júlí 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Undirhlíð 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á útliti og innréttingu 5. hæðar frá áður samþykktum teikningum fyrir Undirhlíð 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Holtaland 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070050Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 8. júlí 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 9 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Holtaland 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070051Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 8. júlí 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 5 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Holtaland 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070052Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 8. júlí 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 7 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Holtaland 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070055Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 12. júlí 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 6 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Holtaland 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070056Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 12. júlí 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 8 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Glerárgata 32 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2014010266Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 14. janúar 2016 þar sem Jón F. Ólafsson f.h. Ljósgjafans ehf., kt. 561105-0490, sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tvo gáma við hús nr. 32 við Glerárgötu. Annar gámanna verður fjarlægður í haust. Jafnframt þarf að mæla út fyrir gámunum að nýju þar sem fyrri mæling virðist hafa verið gerð út frá röngum gögnum.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfið til eins árs.

10.Freyjunes 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2016070065Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 14. júlí 2016 þar sem Kári Magnússon f.h. Bílasölu Akureyrar ehf., kt. 531294-2469, sækir um að leyfi til að setja upp skilti við Freyjunes 2.

Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu eins og það liggur þar sem fjarlægð skiltis frá gangbraut samræmist ekki grein 8.4. í samþykkt um skilti í lögsögu Akureyrar.

11.Austurbrú 6-8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2016 þar sem Sigmundur E. Ófeigsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um graftrarleyfi fyrir nýbyggingu við Asturbrú 6-8.
Skipulagsstjóri samþykkir jarðvegsskipti á grundvelli deiliskipulags og innlagðra uppdrátta.

12.Grenivellir 14 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016070073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí 2016 þar sem Sævar Benjamínsson og Júlíus Sævarsson sækja um stækkun á bílastæði á lóð nr. 14 við Grenivelli. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda vantar.

13.Hrappsstaðir - fyrirspurn

Málsnúmer 2016060091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Jóhann Freyr Jónsson leggur inn fyrirspurn varðandi flutning á sumarhúsi á lóð Hrappsstaða. Meðfylgjandi eru myndir. Skipulagsnefnd tók jákvætt í erindið á fundi sínum 29. júní sl. og vísaði því til afgreiðslu skipulagsstjóra.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu og óskar eftir umsókn um byggingarleyfi skv. byggingarreglugerð 112/2012.

14.Munkaþverárstræti 1 - reyndarteikningar

Málsnúmer 2016070060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ágústs M. Sigurðssonar og Lárusar H. List sækir um samþykkt á reyndarteikningum og leyfi fyrir hurð milli eignarhluta í kjallara í húsinu nr. 1 við Munkaþverárstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.