Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

591. fundur 27. júní 2016 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eyrarlandsvegur 28 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016060090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Gísli Jón Kristinsson f.h. Ríkiseigna, kt. 690981-0259, sækir um breytingar fyrir hús nr. 28 við Eyrarlandsveg - Möðruvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Fiskitangi 4 - umsókn um farsímaloftnet

Málsnúmer 2016060100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2016 þar sem Gautur Þorsteinsson f.h. Fjarskipta hf., kt. 470905-1740, sækir um leyfi fyrir farsímaloftneti á húsi nr. 4 við Fiskitanga skv. teikningu Gauts Þorsteinssonar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Kjarnagata 39 (49-53) - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýli

Málsnúmer 2015080055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 39 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 15. júní 2016, ásamt umbeðnum rökstuðningi.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki verður fallist á að túlka umferðarrými sem geymslu.

4.Hafnarstræti 69 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2015020075Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 24. júní 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. R.A. Fasteigna ehf., kt. 460612-1280, sækir um framkvæmdafrest á lóðinni Hafnarstræti 69 til 1. nóvember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Óseyri 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2016060125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2016 þar sem Sigurður B. Sigurðsson f.h. Veiðiríkisins, kt. 410416-0340, sækir um að setja upp skilti við Óseyri 2 og Krossanesbraut
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki er heimilt að staðsetja skilti utan lóðar skv. samþykkt um skilti í lögsögu Akureyrar.

6.Urðagil 7-9 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016060137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Dagný Björg Gunnarsdóttir og Stefán Jónsson sækja um úrtöku úr kantsteini fyrir bílastæði á lóðum nr. 7 og 9 við Urðargil. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar og óskar jafnframt eftir nánari gögnum sem sýna staðsetningu bílastæða á lóðunum.

7.Furulundur 37 - umsókn um garðskúr

Málsnúmer 2016050218Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2016 þar sem Þórmundur Skúlason sækir um leyfi fyrir garðskúr á lóð nr. 37 við Furulund. Meðfylgjandi eru myndir. Innkomin afstöðumynd 27. júní 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Austurvegur 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Wave Guesthouse Hrísey ehf., kt. 480615-2390, sækir um að breyta húsnæði í gistiskála við Austurveg. Erindinu fylgir teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:40.