Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

575. fundur 26. febrúar 2016 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Kjarnagata 45 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060287Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 45 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi til þess að steypa sökkla.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Kjarnagata 47 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015030197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 47 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikingar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Jaðarstún 21-23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2016 þar sem Árveig Aradóttir, kt. 261175-4289, og Andri Þór Bjarnason, kt. 080292-3099, óska eftir framkvæmdafresti fyrir lóð nr. 21-23 við Jaðarstún.
Skipulagsstjóri samþykkir byggingarfrest til 1. júní 2016.

4.Hrísalundur 1a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2016 þar sem Sigurður Sverrisson f.h. Abaco, kt. 700603-5710, sendir inn fyrirspurn vegna notkunar á húsnæðinu. Meðfylgjandi eru teikningar.
Byggingin er á athafnasvæði skv. Aðalskipulagi Akureyrar, þar sem gististarfsemi er heimil. Skipulagsstjóri bendir þó á að umbeðin starfsemi krefst mikilla breytinga á húsnæðinu til að uppfylla kröfur um hljóðvist, snyrtiaðstöðu, brunavarnir o.fl.

5.Hamarstígur 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020218Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 22. desember 2014 þar sem Benedikt Björnsson f.h. Þorgerðar Sævarsdóttur, kt. 170975-5969, sækir um breytingar fyrir hús nr. 36 við Hamarstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Benedikt Björnsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Jaðarstún 9-11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014080132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Jaðarstún 9-11. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar teikningar 23. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Strandgata 1 að Hólabraut - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016020233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdarleyfi vegna ljósleiðara frá Strandgötu 1 að Hólabraut 13. Meðfylgjandi er teikning. Samráð hefur verið haft við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreint verk.

Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

8.Jaðarstún 21-23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2015 þar sem Bjarni Sigurðsson f.h. Árveigar Aradóttur, kt. 261175-4289, og Andra Þórs Bjarnasonar, kt. 080292-3099, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 21-23 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 18. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Austurbrú 2-12 - könnun á jarðvegi

Málsnúmer 2015080050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Steingrímur Pétursson f.h. Furuvelli 7 ehf., kt. 530212-0170, óskar eftir leyfi til þess að kanna jarðveg á lóðum nr. 2-12 við Austurbrú.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Staðsetning og frágangur skal gerður í samráði við byggingareftirlit.

10.Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2016 þar sem Eyjólfur Valgarðsson f.h. Arctic ehf., kt. 520115-2180, sækir um breytingar innanhúss á Strandgötu 53. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson.

Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Fjölnisgata 6c - umsókn um leyfi fyrir skilti

Málsnúmer 2016010106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um leyfi fyrir skilti á húsi nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru mynd af skiltum og rafmagnsteikningar.

Innkomnar frekari upplýsingar og samþykki meðeigenda 23. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Þ. Arnórsson ehf., kt. 650602-3230, sækir um breytingar innanhúss við Hólabraut 13. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu og óskar umsagnar samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra um erindið.

Fundi slitið - kl. 14:40.