Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

575. fundur 26. febrúar 2016 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Kjarnagata 45 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060287Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 45 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi til þess að steypa sökkla.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Kjarnagata 47 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015030197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 47 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikingar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Jaðarstún 21-23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2016 þar sem Árveig Aradóttir og Andri Þór Bjarnason óska eftir framkvæmdafresti fyrir lóð nr. 21-23 við Jaðarstún.
Skipulagsstjóri samþykkir byggingarfrest til 1. júní 2016.

4.Hrísalundur 1a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2016 þar sem Sigurður Sverrisson f.h. Abaco, kt. 700603-5710, sendir inn fyrirspurn vegna notkunar á húsnæðinu. Meðfylgjandi eru teikningar.
Byggingin er á athafnasvæði skv. Aðalskipulagi Akureyrar, þar sem gististarfsemi er heimil. Skipulagsstjóri bendir þó á að umbeðin starfsemi krefst mikilla breytinga á húsnæðinu til að uppfylla kröfur um hljóðvist, snyrtiaðstöðu, brunavarnir o.fl.

5.Hamarstígur 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020218Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 22. desember 2014 þar sem Benedikt Björnsson f.h. Þorgerðar Sævarsdóttur sækir um breytingar fyrir hús nr. 36 við Hamarstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Benedikt Björnsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Jaðarstún 9-11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014080132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Jaðarstún 9-11. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar teikningar 23. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Strandgata 1 að Hólabraut - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016020233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdarleyfi vegna ljósleiðara frá Strandgötu 1 að Hólabraut 13. Meðfylgjandi er teikning. Samráð hefur verið haft við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreint verk.

Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

8.Jaðarstún 21-23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2015 þar sem Bjarni Sigurðsson f.h. Árveigar Aradóttur og Andra Þórs Bjarnasonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 21-23 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 18. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Austurbrú 2-12 - könnun á jarðvegi

Málsnúmer 2015080050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Steingrímur Pétursson f.h. Furuvelli 7 ehf., kt. 530212-0170, óskar eftir leyfi til þess að kanna jarðveg á lóðum nr. 2-12 við Austurbrú.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Staðsetning og frágangur skal gerður í samráði við byggingareftirlit.

10.Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2016 þar sem Eyjólfur Valgarðsson f.h. Arctic ehf., kt. 520115-2180, sækir um breytingar innanhúss á Strandgötu 53. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson.

Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Fjölnisgata 6c - umsókn um leyfi fyrir skilti

Málsnúmer 2016010106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um leyfi fyrir skilti á húsi nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru mynd af skiltum og rafmagnsteikningar.

Innkomnar frekari upplýsingar og samþykki meðeigenda 23. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Þ. Arnórsson ehf., kt. 650602-3230, sækir um breytingar innanhúss við Hólabraut 13. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu og óskar umsagnar samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra um erindið.

Fundi slitið - kl. 14:40.