Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

573. fundur 11. febrúar 2016 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Kotárgerði 5 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Guðrún Dóra Clarke, kt. 240775-3019, og Sveinn Ríkharður Jóelsson, kt. 120173-4569, spyrjast fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja sólskála við Kotárgerði 5. Meðfylgjandi eru rissmyndir.
Skipulagsstjóri óskar eftir betri teikningum til að leggja fyrir skipulagsnefnd.

2.Undirhlíð 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 3. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Bent er á kvaðir varðandi jarðvegsframkvæmdir og grundun sbr. ákæði 5.2 í deiliskipulagi. Áður en byggingarleyfi verður gefið út skal umsækjandi leggja fram samning við viðurkenndan sérfræðing um eftirlit með atriðum sem fram koma í ofangreindu ákvæði og áætlun um framkvæmd jarðvegsskipta.

3.Njarðarnes 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði

Málsnúmer BN070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2016 þar sem Kári Magnússon f.h. N10 ehf., kt. 580612-0670, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Njarðarnesi 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Óseyri 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Rögnvaldur Harðarsson f.h. Friðbjörns Benediktssonar, kt. 211068-5319, sækir um leyfi fyrir breytingum við Óseyri 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarsson. Innkomnar teikningar 27. janúar 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Krókeyrarnöf 21 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN070473Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. janúar 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Magnus Opus ehf., kt. 470714-0850, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Krókeyrarnöf 21. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Gránufélagsgata 7 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2016020106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2016 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Akureyrarkaupstaðar kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að rífa hús á lóðinni nr. 7 við Gránufélagsgötu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

7.Goðanes 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. janúar 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Heiðguðbyggis ehf., kt. 610711-0570, Gersemi Þröstur, kt. 529556-0289, og Hörgárbraut ehf., kt. 421111-1110, sækir um breytingar á rými 0101 og til bráðabirgða á rýmum 0124 og 0117. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 3. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir breytingar á rými 0101 og samþykkir breytingar á rýmum 0124 og 0117 tímabundið til fimm ára.

8.Hrísalundur 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hrísalundi 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Þórunnarstræti 99 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. janúar 2016 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af kjallara Þórunnarstrætis 99, er varðar loftræsiklefa og ræstingaraðstöðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar teikningar 9. febrúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.