Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

562. fundur 04. nóvember 2015 kl. 14:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 69 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2015020075Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 2. nóvember 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. R.A. Fasteignir ehf., kt. 460612-1280, sækir um framkvæmdafrest á lóðinni Hafnarstræti 69 til 1. apríl 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Síðuskóli - umsókn um byggingarleyfi fyrir grillskýli

Málsnúmer 2015100133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2015 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. hverfisnefndar Síðuhverfis og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir grillskýli á lóð vestan Síðuskóla. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Lundarskóli - umsókn um byggingarleyfi fyrir grillskýli

Málsnúmer 2015100134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2015 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir grillskýli á lóð Lundarskóla lnr. 147482. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Kjarnalundur 150012 - farmsímaloftnet - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015110031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2015 þar sem Jóhann M. Kristinsson f.h. Símans hf, kt. 460207-0880, sækir um uppsettningu á farsímaloftneti utan á Kjarnalundi 150012. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jóhann M. Kristinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Hlíðarholtsvöllur - dómhús - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2015110002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2015 þar sem Sigfús Ólafur Helgason f.h. Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6849, sækir um stöðuleyfi fyrir dómhúsi við Hlíðarholtsvöll.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem mannvirkið uppfyllir ekki ákvæði gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð.

6.Hafnarstræti 45 - umsókn um að breyta húsi í eina íbúð

Málsnúmer 2015110032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Sigurðar Karls Jóhannssonar skilar inn reyndarteikningum og sækir um að breyta húsi nr. 45 við Hafnarstræti í eina íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.